Félag eldri borgara með múður??????????????

             Það er auðvitað ekki hægt.  En osköp fannst mér þetta lítið bitastæð niðurstaða frá fundi þeirra.   Smá hólf var ´Mogganum, um ályktun fundarins, þess eðlis, að hækka greiðslur til okkar í samræmi við launasamninga og hækkanir annarra.   Prósentan er svo hlægilega lág, að ekki er einu sinni hægt að vera að nefna það, enda yrði hún tekin strax til baka.   Ég hef ekki áhyggjur af þessum málum, dettur ekki til hugar að láta þetta eyðleggja fyrir mér hverdaginn, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef verið talsvert upptekin af stöðu alþýðunnar í landinu, örugglega ekki minna en aðrir.

             Ég hef haft þá trú að eldri borgarar, í dag, sé kraftmikill hópur, sem ekki lætur nóg til sín taka, ég hef meira að segja gælt við þá hugsun, að við værum ágætis pólitískur flokkur,  og að við gætum barist fyrir svo mörgu öðru en okkur sjálfum hér í landinu. E. Borgarar í dag, er mjög ungt fólk, við erum svo heppin að vera samferða næstu kynslóð, getum fylgst með vilja þeirra og dugnaði, og við erum mörg það heppin að fá einnig, að vera samtímamenn yngstu kynslóðarinnar. Það eru ekki lítil forréttindi.

             Mig dreymir um sterkt félag eldri borgara, sem virkilega lætur ganga undan sér. Mig dreymir um sterkt félag eldri borgara í landinu, sem hefur áhrif, og það strax, við megum engan tíma missa.    Við verðum að fara að grípa inní öldrunarstefnuna í landinu, sjálf.   Af hverju erum við alltaf að láta afgreiða okkur á einhverju fati, sem er ekki einu sinni úr silfri.  Við verðum að fara að hafa virkileg áhrif á hvernig væntanleg hjúkrunarheimili eru byggð, og hvernig rekstur á að vera.   Það virðist vera samkeppni milli aðila í byggingu heimila, í stað samstöðu.  Nóg um þetta í dag.


Bloggfærslur 27. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband