Kjarnafjölskylda í dag.

   Eða hin stundum nefnda spaghettifjölskylda, á það nefnilega til að loka fjölskylduna sína inni í kjarnanum, segir Signe, og ég er mjög sammála þessu (SH).  Það getur verið heillmikið púl að kynnast spaghettifjöldkyldunum, og oft eru þær með sinn lokalhúmor eða jafnvel það sem er verra engann húmor, þá er nú fjandinn laus í samskiptunum, þannig lagað.  En það er líka mjög gaman, og ég verð að segja gott að finna það frelsi sem felst í því að vera óháður.

   En manni rennur auðvitað blóðið til skyldunnar, og ég persónulega stend mig ekkert sérstaklega vel í því, en það er önnur saga.   EN ég ætla ekki að fara út í mín sjónarmið að sinni, heldur halda áfram með greinina hennar Signe, danska sálfræðingsins, sem segir okkur það að 40% danskra barna eru, eða verða skilnaðarbörn, og það er mikið, og enn þurfa þau að vera sett í einhvern sérstakan hóp,   skilnaðarbarnahópinn, vegna þeirrar ákvörðunar foreldra að búa ekki saman, svona rétt eins og innflytjendahópinn.   Því í ósköpunum???   Það er sannað, segir hún að þessi börn hafa það talsvert betra en áður. Þau eiga góða foreldra, fjölskyldulífið var nokkuð þokkalegt, segir hún, og í stað fyrra kjarnafjölskyldulífs myndast aðrar, fleiri.

   Það erum við sem gerum barnið að fórnarlambi með því að kalla barnið skilnaðarbarn, segir hún. Það er neikvæð sálfræði, sem hefurmjög þungt vægi í tungumálinu. Neikvæð orð, valda neikvæðum kringumstæðum.   Neikvæðar kringumstæður sem margir foreldrar þurfa að kljást við.   Oft með því að ofdekra börnin, gefa þeim of mikið af efnislegum hlutum, og minna af uppeldi, of ´víð mörk, ofmikið lýðræði, allt vegna þess að þau eru skilnaðarbörn.

   En þessi elskulegu börn eiga margar fjölskyldur, sem alltaf eru að hugsa um þau, á hverjum degi, kærleikur í mörgum húsum, og þal fá þau margar víddir samfélagsins, inn í sinn heim. Og þau halda áfram að eiga ágætt fjölskylduíf, bara dreifðara, og fjölbreyttara, segir Sisse.

   En, þetta eru mjög frjálslegar kenningar hjá henni finnst undirritaðri, en engu að síður umhugsunarverðar, hægt er að pæla útfrá þessu endalaust.  En auðvitað er þetta allt saman í okkar höndum.....


Bloggfærslur 11. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband