ÞAÐ KEMUR MÉR Á ÓVART.....................................

   Hversu húsbóndaholl við erum, ég vil ekki trúa því á þjóð mína að hún ætli að styðja Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum, við getum ekki verið þekkt fyrir það, við getum ekki verðlaunað þessa stjórn sem hefur hegðað sér með þeim eindæmum sem hún hefur gert.

   Sjálfstæðisflokkurinn verður að bíða afhroð, og það mikið, svo hann skilji hversu óánægðir margir eru.   Ef Sjálfstæðisflokkurinn bíður ekki afhroð, er það aldeilis saga til næsta bæjar.  Við erum búin að gera okkur að fíflum, og tapa trausti, og höfum öðlast vorkunnsemi hjá þeim þjóðum sem vilja okkur best.   Það er núna sem við verðum að ganga að kosningakössunum, með minningar liðinna mánuða í huga.   Það er stundum ekki hægt að fyrirgefa, og alls ekki á þessu stigi hinnar sálfræðilegu kreppu fólksins okkar.


Bloggfærslur 5. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband