ÚR NEYTENDABLAÐINU.

   Sígandi lukka er best

   Þegar horft er til framtíðar telur Ólafur Darri að þrátt fyrir mikinn vanda sé margt jákvætt sem gleeti hjálpað okkur: Þrátt fyrir hrunið erum við ein ríkasta þjóð í heimi og búum yfir miklum auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum, orkuna í fallvötnunum og jörðinni og mikinn mannauð. Við getum því verið fljót að vinna okkur út úr vandanum. Samhliða því að við tökumst á við aðsteðjandi bráðavanda verðum við að ákveða hvernig við ætlum að tryggja hér stöðugleika og byggja upp góð lífskjör og öflugt atvinnulíf til framtíðar. Eitt af ´því sem hrunið hefur kennt okkur er, að við getum ekki komið á hér stöðugleika með því að halda í krónuna.   Við þurfum því að ákveða hvað kemur í stað krónunnar. Þar blasir við að innganga í Evrópusambandið og upptaka evru er langbesti kosturinn í stöðunni,       EF VIÐ FÁUM VIÐUNDANDI UNDANÞÁGUR Í SJÁVARÚTVEGSMÁLUM- OG LANDBÚNAÐARMÁLUM.(leturbr. mín)

   Þetta segir Ólafur Darri Andrason í grein í Neytendablaðinu mars s.l.

  


Bloggfærslur 19. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband