KJÖTBORGIR OG KIDDABÚÐIR...................

   Voru auðvitað úti um allt land, og öll hverfi þessarar borgar, en mér finnst einhvernveginn í minningunni að engin búð gæti toppað mína Kiddabúð.

   Faðir minn, sem var naumhyggjumaður, vildi endilega að mamma verslaði í KRON, sem sett var upp á Grettisgötunni, og við trítluðum þangað báðar, af alkunnri skyldurækni beggja, Kron átti að bjarga lífi hvers manns, KRON bauð semsagt betur, eins og við höfum margoft heyrt hér undanfarin 10 ár, eitthvað sem heitir núna Bónus býður betur., sem er svona auðhringur eins og KRON var, og byggist á misskilningi. En það er önnur saga, KRON var alveg sérstaklega kuldaleg búð, afgreiðslukonurnar þar, "blessuð sé minnning þeirra" voru afskaplega kuldalegar og allt var gífurlega erfitt, og alvarlegt.

   Steini í Kiddabúð Njálsgötunnar var aldrei kuldalegur, það var aldrei neitt erfitt, og það var ekki að bera utan á sér alvarleikann, en gífurlega gott að eiga hann að þegar syrti.

   Enda var Þórsteinn austfirðingur......

   Í Félagsmiðstöðinni minni, var stoppað lengi, þó ekki væri ég mikið að versla, stundum var ég bara að kaupa 3 sígarettur fyrir mömmu, mig minnir að hún hafi þá reykt tegundina CONWOY, sem sagt, ég þurfti ekki að nefna þetta við Steina, hann setti bara 3 Conwoy í bréfpoka, og  forvitnin fékk mig til að stansa lengur en þurfti, það voru sumir að drekka kók og fá sér conwoy, en það mátti nefnilega reykja soldið í þessum búðum, og rann þá mikil speki frá heimsóknarfólki.  Þessir áhugaverðu einstaklingar voru "aðkomufólk", eins og sagt er úti á landi, og voru þá að koma úr Menningarhúsinu Sundhöll Reykjavíkur. Það var réttur nokkurra einstaklinga að fá að kveikja sér í.   Það mátti ekki einu sinni reykja í hurðinni hjá KRON, og það var ekkert rabbað, bara sagt "Ég ætla að fá eitt stykki smjörlíki, takk"..... Ósköp litlaust.

   Við hornið stoppaði aðalstrætóleið bæjarins, NJÁLSGATA GUNNARSBRAUT, sem rann þarna fram hjá á 10 mínútna fresti, svo það var yfirleitt í lagi að missa af einni og einni bunu, það var svo stutt í næstu.

   Þetta var fanta bifreið, með leðursófum, og hossaðist mikið, þurfti maður að ríghalda sér í þegar beygt var inná Gunnarsbraut.   Leðursófarnir forljótir, og óttalegt óloft í þessum vögnum.

   Byrokratiið í Rvík, notaði þessa vagna, til að komast í og úr mat, m.a. í hádeginu,lúxuslíf man ég, þegar ég minnist unglingsára..................................

  


Bloggfærslur 6. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband