21.1.2009 | 12:43
JÓLAFRÍI LOKIÐ.........................
JÆJA, þá er jólafríinu lokið, hjá krökkunum, sem eru með "miklu ábyrgðina", þar af leiðandi með hin og þessi laun extra, svokallaðar nefndarsetur, fundarsetur og ég veit ekki hvað, sem einu nafni má bara nefna saumaklúbba. Auðvitað þarf mánaðarjólafrí, skárra væri það nú, eiginlega alvveg óskiljanlegt að ég skuli vera að finna að því, sem ég er nú ekki beint að nema ef vera skildi finnst mér þetta afskaplega hlægilegt.
Lengsta jólafrí sem nokkur hefur í þessu blessaða landi, og það á tímum stjórnarkreppu, "Er þetta hægt?". Það er ekkert hægt. Ekki sála á bakvaktinni, ekki kom það fram í blöðum.
En auðvitað er erfitt að sundríða á milli skaga og nesja, alklæddir leðurfötum, og með birgðir til páskafrís, og með marga hesta til reiðar ásamt aðstoðarfólki þeirra í vinnunni þeirra.
Auðvitað er þetta erfitt að setjast inn í vinnuna sína, eftir að hafa verið bara heima við að prjóna lopapeysur, og sauma vaðmálsbuxur.
Auðvitað er erfitt að fara spekulera að fara leita að þjóðarvitundinni, hvar í ósköpunum er hún? Auðvitað er hún týnd. Týndist bara si svona, meðan lopapeysurnar sem sést hafa til dæmis á einni háttsettri frú, og einum ráðherra. Það er svo gott að gleyma sér við að prjóna, og maður hugsar mikið þegar maður prjónar, oft kemur margt gott úr þeim hugsunum.
Og nú vil ég fara að sjá hvað kemur útúr jólafríi þessu. Við vitum af þjóðum, sem hugsuðu meðan hér var allt í jólafríi, sem byggt er á hefðum, síðan við héldum Þing á Þingvöllum. Það eru þjóðir til sem komust að niðurstöðu í fríinu okkar, að ekki vildu þær lána okkur. Hvað kemur til????? Ekki lána Íslendingum????? "Er einhver hissa á því??"
Við þurfum nefnilega að fá lánaða ráðgjafa, með þessum lánum sem við erum að taka, okkur vantar ábyrgðarmenn fyrir þessum lánum, við ráðum ekki við þetta sjálf, og það er það sem er svo sorglegt, að ekki hafa verið sendar út til okkar almennilegar fréttir.
Það er skömm að því að við skulum þurfa að fara inná erlendar blaðasíður, til að vita hvernig ástandið í fjármálum er hér, og........hvernig á að leysa það. Það snertir þjóðarvitund mína.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)