15.1.2009 | 20:16
LUXUS LETINGJANS,,,,,,,,
Er ekki lítill, allavega hjá mér. Hann felst í algerum dróma, eigum við ekki að segja Janúardróma. Hvíldarmánuður frú Sólveigar, sem skilgreinist að í Janúar er gert helmingi minna af því litla sem hún afrekar, hina mánuðina. Aðalluxusinn, er að vakna með birtunni, sem kemur fyrr með hverjum deginum. Aðalvinnan felst í því að fá ekki móral yfir að hafa þessi forréttindi. En dásamlegt að koma út í þessa birtu og góða loft sem hefur verið undanfarið. Svo þegar sólin skín, þá er svo gott að horfa beint í hana til að fá birtuna alla leið inní heila. Svona er að búa út við heimskautsbaug.
Og falleg er Nýjárssólin.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)