v/VELVAKANDAGREINAR varðandi Breiðavíkurmennina.

    Já Þorhallur Hróðmarsson, það eigum við svo sannarlega að gera.  Við sem kölluð erum fórnarlömb þessa samfélags, sem ég er heldur ekki sammála sem skilgreingar, við berum sameiginlega ábyrgð á þessum "fárra ára misþyrmingu".   Við berum ábyrgð á því, hvað annað?. Ég er fegin að þetta kom fram í Velvakanda, ég er fegin að þetta kom aftur inn í blaðið, vegna þess að mér hefur ekki staðið á sama hvaða þögn hefur verið núna undanfarið.

   Ég hef þó verið vongóð vegna bíomyndarinnar, og ætlar sá listmiðill einu sinni enn að skola glýjuna úr augum okkar, hvað varðar mörg mál. Það er samfélagslegt vandamál að eiga ekki íbúðina sína, og vonandi tökum við á því, en það er einni samfélagslegt vandamál að drengir sem sendir voru langt út í ras..................., þar sem ekkert eftirlit var, og stjórnendur þar,  engan veginn færir um að taka drengina að sér, þetta er sorglegra en tárum taki.  Hvað er fárra ára misþyrming??? Er misþyrming talin í árum?, Á kannske að setja þetta upp í tölfræðiútreikning, svona eins og þetta og þetta mörg vandarhögg pr. hvað þá spyr ég?

   Misþyrming verður ekki bætt, það þarf mikla fyrirgefningu til, og ekki hægt að ætlast til að þetta verði fyrirgefið, þannig lagað. Breiðamerkurmennirnir hafa fyrir löngu fyrirgefið, annars hefðu þeir ekki rúllað í gegnum þetta líf, en þeir eiga fullan rétt á sárabótum, og eiga að fá það sem þeir hafa beðið um, og ekkert múður. Ef við getum ekki greitt þessum mönnum sómasamlega og það án allra undankomuleiða, þá erum við fyrst að verða algerir aumingjar. Einhverji húðarjálkar hafa lúbarið þessa menn og þaðan af verra, og ekki gátu þeir strokið.Þeir komust ekki undan vegna einangrunar hússins, ég tek ekki uppí mig orðið heimili. Sárabót er eitthvað sem við verðum að gera. Hlutir eins og sögur Breiðavíkurmanna, erfast, sorgin erfist frá manni til manns, frá foreldri til barns, og mergsýgur sig inní afkomendur sem högg, sem allir muna. Þórhallur skrifar að sumir hafi vafalaust lent þar að ófyrirsynju, ég segi þá bara "þess þá heldur".

  Ég vona svo sannarlega að samúðin með Breiðavíkurmönnum hafi ekki dvínað.........

   Hvernig er það? Ætluðum við ekki að taka fleiri mál fyrir? Það væri alveg nauðsynlegt til að fá samanburð, til dæmis góðan samanburð, því sem betur fer var ekki allt alslæmt.

   Förum að dæmi Norðmanna, þeir hafa greitt, og haft miklar umfjallanir, og greiðum í topp...........

  


Bloggfærslur 27. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband