11.9.2008 | 15:57
ÞJÓNUSTA VIÐ GEÐFATLAÐA........MBL.
Mikið gleðiefni var að sjá í Mbl., að undiritaður hefur verið þjónustusamningur milli ríkis og borgar varðandi stoðþjónustu við geðfatlaða einstaklinga, sem eins og greinarhöf., nefnir, er fyrsta skrefið, þarna er von, og gott að geta hugsað til þeirra straumhvarfa sem vonandi eru að gerast. Áætlun um framkvæmdir hefur verið flýtt um eitt ár, að sögn, og vonandi gengur það eftir. Allavega er búið að undirrita.
Það er undravert hvað kringumstæður hafa breyzt, hjá geðfötluðum, og þá með stuðningi frá hinu opinbera annarsvegar og hinsvegar frá geðfötluðum sjálfum, rosalegur dugnaður hefur verið í þessum hópi manna og kvenna, ég leyfi mér að fullyrða það.
Að hverfa frá sambýlum, gerist loksins nú, þessi herbergjasambýli sem áttu að leysa allt, þegar þau voru stofnuð út um allt, og voru gríðarlega kostnaðarsöm, og frekar leiðinleg. Skyldur sveitarfélaga gætu aukist, og er það gott mál, spurning hvort ekki á að dreifa þessum skyldum sveitarfélaga á annan hátt, til dæmis að vera ekki með kostnaðarsama spítala út um allt land...........
Búsetukjarnahugtakið er eitthvað svo spennandi, ef hægt er að koma því af stað í okkar þjónustugeirum samfélagsins, hvort sem er fyrir hóp geðfatlaðra, eða aldraðra, og eiginlega allra þeirra sem það þurfa. Við eigum nóg af einstaklingum, með sjúkdóma, sem ekki geta búið t.d. alveg einir, eiga ekki heima á stofnun, eru á vergangi milli stofnana, þetta og þetta langan tíma í senn. Eru ekki á aldri öldrunarstofnunar, enda ekki 35 ára einstaklingi það bjóðandi. Það er af nógu að taka, en ég vona að þjónustusamningur þessi frá 11. júni, standi, og það fór vel á því að þessi grein skyldi koma í blöðin samtímis minningardegi sjálfsvíga, þessa dagana. Takk Jórunn...........
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)