23.4.2008 | 22:53
NEIKVÆÐAR UMRÆÐUR LEIÐA AF SÉR NEIKVÆÐA UMGENGNI
Ég hefi verið svo ánægð með umræður þess eðlis að taka þurfi í gegn hús Laugavegarins, en ég hefi verið óanægð með þær aðfarir sem gerðar hafa verið að húsum og húsamálningu. Það hefur síðan bókstaflega verið ráðist á húsin með málningu, sem eiga ekkert skilt við Graffiti, heldur eru hrein skemmdarverk, Ég sá eitt hús á Hverfisgötunnii sem var alls ekki svona fyrir 3 vikum. Það eru allt fullt af óþverra þarna núna, og sér maður varla almennilegt graffiti, bará sóðaskap.
Á Hliðarvegg blokkarinnar minnar í miðbænum, var reglulega falllegt graffiti, og ´égvar svo ánægð með það, eiginlega var það meiriháttar, en einn daginn var búið að mála yfir alltsaman hýlja þetta alveg, síðan kom annað og það er forljótt. En hið fyrra var svo þétt sprautað og ég upplifði það algert listaverk. Borgin lét mig ekkert vita að þarna ætti að mála yfir, en ég vona að borgin máli yfir núna.....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 00:37
SUMARDAGURINN FYRSTI.......
- svei mér þá var ekki bara sumardagsfyrstaveður í dag, gott ef ég komst ekki í gríðarlegastemningu og stuð, lágskýjað, rok, og grámygluleg. Eins og svo oft er.Ég er alveg ákveðin að mæta kappklædd út og með fána og hitt og þetta, dugar ekkert annað en að leika leikritið, SUMARDAGURINN FYRSTI, ...
- Ég rauk út í garð í dag með poka og réðist að skriðsóleynni sem virðist vera eina plantan sem fattar þessi tímamót, tók gamla stöngla sem óprýði er að tók til að framan verðu. Jújú það eru að koma upp fjölær blóm, en ósköp er nú jörðin köld, einhvernveginn var þetta samt auðveldara þar sem ég gallaði mig í rauðan galla og hvít stígvéli, til að lífga upp á þetta litaleysi tilverunnar í dag.
- Fór auðvitað á kaffihús og sat lengi eftir ósköpin, En eitthvað lítur þetta nú betur út hjá með eftir moksturinn, og einhverjir túlípanar kíkja nú bjartsýnir upp, það er gott, en eru samt gamlir laukar svo ekki er víst með blómstrunina.
- Horfi útum gluggann....... jú það sést soldill munur, sem betur fer og nokkrir pokar eru komnir.
- Best finnst mér þó að geta flúið landið mitt á þessum árstíma, til að upplifa hita, svo ég dríf mig bara til Spánar um helgina, svona aðeins á meðan gróðurinn er að taka sig það er svo erfitt að bíða eftir honum.
- Hann er allavega kominn þar, og ég get prominerað strandveginn, og kannske gengið í fjöruborðinu, og hlustað á öldurnar þar, sem eru mér mikils virði, að finna þær brjótast á löppunum mínum, og þá fæ ég sand milli tánna, þetta er einhver fílingur sem hentar mér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)