FERMING

   Vilhelm, elsta barnabarnið mitt var fermdur í Hallgrímskirkju á annan dag Páska. Það var alveg stórkostleg stund fyrir mig að vera viðstödd athöfnina. Ég var svo stolt af þessum fallega pilti sem fluttist til landsins í september síðastliðnum. Að minnsta kosti um tíma.  Ég átti ekki von á að þetta mundi róta ítilfinningum mínum. En það gerði það samt. Vilhelm valdi það sjálfur að fermast í kirkjunni sinni, og sækja þá fræðslu sem þar er og var í boði.  Vilhelm er ekki með neitt hálfkák við það sem hann tekur að sér, og hann var svaka flottur. Vilhelm gerði sér heldur enga grein fyrir þeirri markaðssetningu sem fylgir fermingunni, hann skildi ekkert í vegna hvers allir þessir bæklingar komu innum lúguna hjá fjölskyldunni, ferming þetta og ferming hitt. Það truflaði hann engan veginn. Ég er svo þakklát fyrir það. Það er aðdáunarvert starfið í Hallgrímskirkju, og yndislegt að fylgjast með því, þar er meðal annars djákni sem nær mjög vel til barnanna, bæði yngri og eldri.   Þar er einnig Friðrik kórstjóri sem er að æfa upp krakka í ´barnakór kirkjunnar.  Allir þekkja organistann Hörð. Prestarnir Bragi og Jón Dalbú hafa náð mjög vel krakkanna sem eru í sókninni.  Ég verð einnig að geta þess að þetta er fyrsta sóknarkirkja mín, og ´þegar ég fer í kirkju, þá fer ég í Hallgrímskirkju, það er svo oft þannig að maður tengist oft meira einni byggingu frekar en annari, þó svo að einhversstaðar standi, að þar sem þrír´séu samankomnir sé kirkja, og margir tala um að hægt sé að biðja hvar sem er, en einhvernveginn hafa umgjarðirnar mismunandi áhrif.

   Villi minn hefur dvalið hjá okkur hvert sumar frá þvi hann var fjögurra ára, svo þarna voru tengsl milli okkar og hans sem verða ekki rofin,.................vonandi...................................

   Kveðja.................amma.


Bloggfærslur 2. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband