15.4.2008 | 22:16
ERU STJÓRNMÁLAMENN LAGÐIR Í EINELTI ?
Já, ég held það. Það er krökkt af einstaklingum sem bókstaflega nærast á því að taka fyrir, einn og einn stjórnmálamann, konur sem karlar. Einkennilegt að sjá ekki í gegnum það, að þarf fleiri en einn til að mynda eitthvað tiltekið ástand. Það þarf einnig oft einhverja viðburði utan Íslands til að setja af stað ferli sem óhagstætt er almennum borgara. Við gleymum svo oft að líta á okkur sem hlekk í keðju, þegar ílla árar. Þegar aftur á móti vel árar, er auðvitað allt okkur að þakka.
Er þetta ekki einhver heimóttarskapur smáþjóðar, sem gæti svo hæglega verið stærri um sig innan heimsins, ef hún vill? Ætlum við aldrei að vaxa uppúr þessum ósköpum?, eða látum við svona vegna þess að við erum eyþjóð? Ég vil ekki trúa því að það séu einhverjir hálfvitar við stjórnvölinn, það er bara ekki rétt. Það er nú einnig að einhver sterkur þarf að taka á sig skellinn, hver sem sá skellur er, og þá reynir á greind og þor einstaklingsins.
Við erum óvart með alþingi, ég er alltaf soldið efins um að þeir vinni vinnuna sína, hvorki heima né niðri í þinghúsi. ´´A dimmum vetrum, fer ég oft inná þingið í sjónvarpinu, og blöskrar mér mætingin þar oft á tíðum, sem getur varla skilað miklu. Húmorsansinn er oft ansi tæpur, svona heimóttarlegur, hvíslast á eins og smákrakkar, þannig að ég fæ á tilfinninguna að þeir séu frekar ábyrgðarlausir, allavega flækist ekki ábyrgðartilfinningin fyrir þeim sýnist mér.
Oft finnst mér þingmenn mælskir, það vantar ekki, en er nóg að vera mælskur?
Það er agaleysi í þinghúsinu, sem þingmenn læra þegar inn er komið hversu góðir sem þeir eru áður en að þingsetu kemur. Það er einhver "blessaður karlinn minn" stíll í þinghúsinu.............
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)