10.4.2008 | 19:53
ÞORGERÐUR KATRÍN..........................KONA SEM KANN!!!
Að koma orðum að hlutunum. Ég sé hana alltaf fyrir mér sem forseta, það yrði okkur til mikils láns, að standa saman um hana ef hún færi í framboð í framtíðinni. Þorgerður færir að mínu mati sterk rök fyrir því að skreppta til Kína, og það er fínt að vita af henni þarna. Það eru ekki margir ráðherrarnir sem tala venjulega íslensku, þegar á þarf að halda. SUS kemur þetta bara ekkert við, það er slæmt finnst mér ef ungliðahreyfing er að gefa einhverjar yfirlýsingar um svona mál.
Það er, eins og Þorgerður Katrín segir "Mikilvægt að alþjóðaólympiunefndin geti staðið í lappirnar gagnvart kröfum stjórnvalda, kínverskra sem annarra", og talar um árangursleysi sniðgengni, eins og gert var í Moskvu 1980, og dró dilk á eftir sér eins og vitað er.
Ég treysti því að Þorgerður fordæmi mannréttindabrot Kínverja, hún þarf ekki að sniðganga opnunina, þó hún geri sér önnur mál fyllilega ljós.
Flott manneskja hún Þorgerður Katrín.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)