26.2.2008 | 11:11
Stefán Islandi
Ég var svo lánsöm að kynnast þessum manni. Það var um 1969, kynntist honum þá sem heimfluttum manni, sem fékkst við kennslu. Kynntist einnig konu hans, Kristjönu, og áttum við mjög góðar stundir saman. Hann hafði mjög margt umfram aðra menn og konur. Kom frá Kaupmannahöfn, hafandi verið ráðinn þar við Óperuna þar til margra ára, og ég bar mjög mikla virðingu fyrir þessum manni, sem fluttist hingað til Íslands, eftir þessa löngu veru sína í Kóngsins Kaupmannahöfn. Stefán hafði framkomu sem var mjög heillandi, beinn í baki, án allrar tilgerðar, einlægur, en hafði ennfremur sterka sjálfsvitund.
Eitthvað sem var svo lærdómsríkt. Hans vera í Kaupmannahöfn var mér kunnug, bara frá heimili mínu, eitthvað sem ég nam frá móður minni, við vissum alltaf systkinin hver þessi maður var, og vissum vel vegna hvers hans nafn var í hávegum haft á Íslandi.
Þegar við Friðbjörn gengum í hjónaband, forðum daga, í Víðimýrarkirkju í Skagafirði, um sumarið 1969, var Stefán svaramaður annars hvers okkar, ég man ekki hvurs.... Skipti engu máli, en alla vega var hann meðal okkar sem svaramaður. Höfðum við mætt honum á Sauðárkróki, þar sem hann spurði okkur hvert erindi okkar væri á Króknum, vorum við ekki lengi að svara, en jafnframt tilkynntum honum, að okkur vantaði svaramann, var okkar maður ekki lengi til, lyftist allur, og bauð sig fram. Þeir vinirnir Eyþór Stefánsson og Stefán Íslandi, voru miklir vinir, þekktum við Friðbjörn hann Eyþór fyrir. ´Við Víðimýrarkirkju hittum við Stefán, og gekk brúðkaup í garð.... Það varð óskapleg veisla því miður treysti ég mér ekki til að birta hana hér á bloggi, en ég veit að margir muna hana, og læt ég það nægja........ Alla vega í bli...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)