ÞAÐ ER HEILMIKIL BJARTSÝNI OG GLEÐI HJÁ FÓLKI, ÞRÁTT FYRIR ALLT...

   Ekkert er eins og það var, og auðvitað er það bara alltaf þannig, en Ísland er breytt, það vitum við öll, og kjarkurinn okkar er fyrir hendi.  Það er svo gaman hvað við erum mikil átaksþjóð, ótrulega ríkt í okkur átak hér og átak þar.  Ekki er mikið áberandi í genunum, "HÓFSEMI", maður sá þetta oft hjá aldamótakynslóðinni fyrri, en sjaldnar nú.

   Nú er átak í gangi, svo um munar hjá okkur, sem er: Við ætlum að hafa þetta!!!!!!!, og okkur tekst að hafa þetta, en ég er ekki í neinum vara um það, að viðhorfsbreyting hefur orðið hjá okkur öllum, og vona ég bara að hún endist, og að við setjum ekki alla orkuna sem felst í átakinu núna, bara í það að skipta um stjórn.

   Átakið getur falist í þessum gífurlega þrýstingi sem við höfum sýnt, það eru margir sem segjast vera hættir að lesa dagblöðin, margir sem dvelja erlendist lengi, og finnst vont að koma heim, mörgum sem finnst þeir vera í fangelsi hér á Íslandi.

   Þessi þrýstingur hefur verið til gífurlega góðs, við höfum sýnt hvað það er sem við viljum.

  

   Vonandi höldum við í viðhorfsbreytinguna!!!!

   Vonandi tekst okkur að virkja hana til betri tíðar!!!!!!!

   Vonandi vörpum við henni ekki fyrir borð!!!!!!!!


Bloggfærslur 24. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband