GLEÐIDAGUR HLJÓMSVEITARMANNA.

   Það sem ég var ánægð með að lesa um þetta framlag Bubba og fleiri tónlistarmanna.   Í gærkvöldi leyfði ég mér að spekulera talsvert í hvort ekki væri hægt að koma af stað friðargöngu eins og skot, til dæmis á laugardag.   Það er alveg hægt að færa hana fram.

   Það er sýn sem væri fréttmæt til heimsins, að þeir sem vilja og geta, gangi niður Laugaveginn með friðarljósin, niður að tjörn, og sýndu með því þann styrk sem við höfum, með þögninni einni saman.

   Til dæmis á Laugardaginn.

   Það gæti verið hin ágætasta kröfuganga.


Bloggfærslur 11. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband