3.10.2008 | 00:07
VÍÐA KREPPA
Ég var síst að skilja í því í dag að sjá ungþrestina sitja bara og horfa á reyniberin, minntist orða mágkonu minnar að þeir ætu ekki reynniberin fyrr en frosin væru. En ´mikið voru þeir í miklum viðbragðsstellingum í dag. Þeir fara alveg að komast í þetta, datt mér í hug þegar að það snjóaði. Ég minnist þess ekki að hafa séð snjó á laufguðum trjám , en óneitanlega fannst mér þetta fallegt kvöld. Líklegast geta þrestirnir birgt sig upp næstu daga. En ég lauk ekki við að setja niður túlipanana.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)