VÍÐA KREPPA

   Ég var síst að skilja í því í dag að sjá ungþrestina sitja bara og horfa á reyniberin, minntist orða mágkonu minnar að þeir ætu ekki reynniberin fyrr en frosin væru.  En ´mikið voru þeir í miklum viðbragðsstellingum í dag.  Þeir fara alveg að komast í þetta, datt mér í hug þegar að það snjóaði. Ég minnist þess ekki að hafa séð snjó á laufguðum trjám , en óneitanlega fannst mér þetta fallegt kvöld.  Líklegast geta þrestirnir birgt sig upp næstu daga. En ég lauk ekki við að setja niður túlipanana.

Bloggfærslur 3. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband