FÓLKIÐ Í BLOKKINNI.......................

Þegar við og stelpurnar mínar vorum að lesa Áróru í blokk X, sá ég alltaf svona umhverfi fyrir mér, fallega blokk með gróðri og grasflöt.sumar08 1154  Stelpunum mínum fannst þetta sveipað ævintýraljóma, og vildu endilega flytjast í blokk eins og Áróra átti heima í. Þeirra líf var eitthvað svo einfalt, og fullorðna fólkið í þeirri bók hafði virtist vera meiri tíma en við foreldrarnir þá, þeas mín kynslóð, sem hafði í mörg horn að líta eins og vitað er, og skrifað hefur verið um.

   Um þessar mundir er verið að sýna leikritið FÓLKIÐ Í BLOKKINNI, eftir Ólaf Hauk Símonarson, og má ég til með að fara.

  Sögusvæði Ároru í blokk X, er að vísu Svíþjóð, en þessi mynd er auðvitað Noregur, úthverfi í Osló.


KVÍÐI....

   Eins og svo margir kvíði ég fyrir því að lesa viðtalið við Bjrögvin, sem við eigum von á í fyrramálið í Morgunblaðinu.   Ég er ein af þeim sem dáðist að þessum manni, og geri raunar enn.  Ég hefði keypt Landsbankann eins og hann gerði ef ég hefði getað.  Það hefur enginn gefið jafnmikið til lista á Íslandi eins og hann gerði. Studdi eitt og annað, sem aldrei hefði verið hægt að gera án stuðnings þeirra félaga í Landsbankanum.  Honum og hans liði var aldrei neitt illt í huga gagnvart þessari þjóð.  Björgólfur viðraði þá hugmynd að við þyrftum að stofna varasjóð.

   Bankinn var til sölu á þessum tíma. Ísland vildi einkavæða allt, símann, orkuveituna, bankana og ég veit ekki hvað, fyrstur kemur fyrstur fær, það var bara þannig.  Og hver grípur ekki gæsina, þegar hún gefst.   Lögin voru bara röng.  Og hvar voru allir þessir prelátar þá, sem núna eru að segja að allt hafi verið rangt.   Þeir þögðu bara þunnu hljóði...... Hvað var Steingrímur?   Hvar var Ögmundur???, hvar var þessi og hvar var hinn?????????

   Við erum eiginlega frekar grimm, nú á bara að drepa einstaka mann fyrir verk stjórnsýslu landsins, er ekki einum of mikil kúrekastemning í landanum núna?????

   VERÐUM VIÐ EKKI AÐ HLUSTA ALMENNILEGA Á JÓN BALDVIN NÚNA?????


Bloggfærslur 26. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband