24.10.2008 | 17:14
KK, í Kópavogi í gær.
Það var húsfyllir í salnum, og alveg gríðarleg stemning, í gærkvöldi á konsert KK, magnað stuð, og KK tókst að toppa sjálfan sig eina ferðina enn, og var með úrvalsið með sér í gær. Sessunautur minn sem er trymbill, tjáði mér að Kristján væri svo magnaður kassagítarleikari, að hann léti kassann allan hljóma, gæti ennfremur alveg eins verið án trommuleikara þar sem hann hefði svo fullkominn rythma, og hljóm. Sagði ennfremur að KK væri að öllum líkindum besti kassagítarleikari landsins.
Sjálf varð alveg upptendruð af þessu öllu saman, allri þessari gleði, og frábærum ljóðum Kristjáns, það er eiginlega langt síðan ég hef hlustað á jafnguðfræðilegan texta frá þessum geira tónlistarinnar. Ekta blues, bluegrass, rokk og rokkaður jass. Allt á einu kvöldi, því tónleikarnir voru langir, og þeir félagar tóku ekki langt hlé.
Kristján í útliti eins og þjóðvegasöngvari í útliti, og eiginlega mjög svipuð týpa og Clint Eastwood leikari, og var það ekki verra, fyrir minn smekk, ég veit samt ekki til þess að Clinti hafi reynt fyrir sér á tónlistarsviðinu, en sama alúðin lögð við það sem verið er að vinna með.
KK er greinilega ekta listamaður, sem bætir við sig hvert ár.
DISKUR KOM ÚT Í GÆR, SEM HEITIR : SVONA ERU MENN.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)