Viðburður í Gamla Bíói, á Sunnudagskvöldið.

   Það er eins með sönglistina og leiklistina, að erfitt er að lýsa hughrifum augnabliksins, en ég held að enginn hafi gengið úr þessu húsi samur og inn.  Þannig var það.  Við eigum gífurlega góða tónlistarmenn, og þessi sýning var afburðagóð.  Allt svo samstillt, og listrænt.  Það vill ansi oft gleymast að upplýsa okkur um þá tónlistarmenn sem starfa erlendis, eiginlega alveg ótækt að ekki eru fréttir endrum og sinnum af þeim listviðburðum sem þeir eru að taka þátt í.   Mig langar að nefna til dæmis Tómas Tómasson, sem þarna söng stórt hlutverk.   Ég minnist þess ekki að um hann hafi verið fjallað í blaði hér, en svo kann samt að vera, ég missi oft af ýmsu, en það má geta þess hér að blaðið OPERA sem kemur út mánaðarlega í Evrópu, og er nánast fjallað um allar óperur sem einhver metnaður er í og auðvitað mest frá stóru húsunum.

   Við höfum lesið um Tómas í þessu riti, og það góða umsögn.  Að fá tækifæri til að heyra Kristján Jóhannsson og sjá, er tækifæri sem ekki alltaf gefst og það í svona mikilvægu hlutverki, og dramatisku.  Það gleymist aldrei.  Maður fyllist einhverri einskærri lotningu fyrir svona túlkun, og spyr sig "Er þetta hægt???"

   Já það var nefnilega það, þetta var hægt, og það söng í eyrunum á mér allan mánudaginn.

   Að komast á svona einhverskonar upphafningarstig,er gott öllum, þegar það gerist, er um afburðafólk að ræða, því tekst eitthvað sem er óútskýranlegt.Því tekst að róta upp í tilfinningum mannsins.

   Þau voru öll góð, en ég nefni aðeins þessa tvo.


Bloggfærslur 22. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband