24.1.2008 | 19:27
SORGLEG FRAMKOMA UNGLIÐA
Hverju eru ungliðar að mótmæla?? Eru þeir að mótmæla þeim foreldrum sem ólu þá upp í þessu annars besta landi heims skv. rannsóknum? Er ungt fólk að mótmæla þeirri velsæld sem umlukið hefur þessa kynslóð?? Ég verð að segja til viðbótar eru þetta þakkirnar, til foreldranna sem gefið hafa ungu fólki öll þau tækifæri sem þau hafa? Ég treysti mér til að taka þetta uppí mig af því ég er ekki af kynslóð foreldra krakkanna sem voru í ráðhúsinu í dag, ég gæti mjög vel verið amma þeirra, þannig að persónulega get ég ekki tekið þetta inná mig. En ég hefði orðið sorgbitin ef ég hefði átt barn þarna eða barnabarn. En vissulega er pólitíska baráttan einkennileg í borginni núna, mikið verið rætt um nýja meirihlutann, en sjálf verð ég að segja "Að ég hefi töluverða samúð með nýja meirihlutanum, og þá vegna þess hvernig hann kemur inn í stjórn borgarinnar, sem að mínu mati er í góðum málum" Það er einkennilegt með þjóð sem aldrei hefur verið undir stjórn einræðisherra, skuli bregðast svona við, með byltingarkenndum baráttuaðferðum. Er það ekki aðferðin til að kalla yfir sig einræði? Er það ekki aðferð sem er kunn, annarsstaðar frá?
Ég hefi ekki hundsvit á pólitík, skil hana mjög ílla, en þar sem við höfum enga glæpamenn í stjórnum okkar, hvorki borgar- né ríkis-, þurfum við þá endilega að búa þá til?? Er þörfin svona gífurleg að hengja einhverja einn eða tvo menn? Eða erum við kannske að hengja bakara fyrir smið?????
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)