UNGLINGUM AF ERLENDUM UPPRUNA....

   Er það ekki mjög skiljanlegt. Eiginlega er ég steinhissa á að við skulum nota þessa fyrirsögn. Við vitum öll af þessu, oft hefur verið um rætt um neðanmálssetningu í fréttum, til dæmis, "þess má geta að hann var vesturbæingur"  Rannsóknir sem gerðar eru í til dæmis háskolum, í jafn litlu landi og þetta er, finnst mér bara alls ekki vera marktækar, auðvitað erum við búin að vita þetta lengi, og vandinn er stór, miklu stærri en við segjum hann vera.   Auðvitað líður unglingi ver sem er af erlendum uppruna, en hinum.  Ég var í stórverslun í dag og var í biðröðinni við kassann, þar kom mikill maður um sig, rabbaði smá við drenginn, íslendingur tek ég fram, og vildi maðurinn endilega að hann væri einnig Hafnfirðingur, strákur var eitthvað seinn til svars, svo karlinn ávarpaði hann með þessari setningu  "Ert þú kannske ættlaus maður ha??", mér varð þá hugsað til allra erlendu einstaklinganna, sem ættlausir hér í landi.  Við höfum engan áhuga á ættum annarra manna ef þeir koma erlendis frá, og þá sérstaklega utan Skandinaviu, nema hægt sé að fiska upp eitthvað skjaldarmerki þaðan.  Ekki er nú samt nóg að gagnrýna bara, en ég er einhvern  veginn á þeirri skoðun að íslenskukennslunni sé ábótavant, segi ekki meir um þetta í dag, en hef samt í fórum mínum kennslugögn í þeim efnum, og er ég alveg hissa.  Þá er eins og svo oft ekki nógu mikil fjárveiting til grunnskólanna til þessarar sérkennslu sem Íslenskan er.
mbl.is Unglingum af erlendum uppruna líður verr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband