Á AÐVENTU (Jose Saramago, portugalskur, nóbel 1998)

   Hugsanirnar létu hann ekki í friði, hann var svo viss um að hann sá þessa mynd betlarans, sá hann ganga við hlið Maríu í lestinni, hann var handviss, og nú brá honum fyrir einu sinni enn. Hann þorði ekki fyrir nokkurn mun að nefna þetta við Maríu, hún gæti orðið svo æst, og hann vildi ekki sjá hana þannig, allra síst í kvennahópnum, þar fyrir utan mundi hún aldrei viðurkenna það í áheyrn þeirra. Nei hann lagði ekki í það að eiga í þrætum við hana núna.  Hann þekkti hennar undirgefni hennar gagnvart honum, hún gæti því alteins sagt eitthvað þvert á skoðanir sínar, bara til að þóknast honum.   Hann fylgdist með Maríu hún dauðþreytt og hann líka.  Hann reyndi að sjá sannleikann í andliti hennar, en sá andlit hennar bara í móðu og dottaði.

   Í huga hans, þegar svefninn sigraði, flaug í gegnum huga hans hin fáránlega hugmynd að mynd betlarans, væri ímynd væntanlegs sonar hans, á flótta undan framtíðinni, honum fannst hann segja " Þetta er mynd mín, en þér mun ekki endast ævi til að sjá hana".

   Jósep sofnaði, það brá fyrir daufu brosi á andliti hans. Það var sorg í brosinu

  


Bloggfærslur 8. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband