24.12.2007 | 07:13
VIÐBURÐUR JÓLANÆTUR.
Í næturhúminu var erfitt að greina andlit mannanna fjögurra, og þegar myrkvaði varðð myrkrið og þeir eitt. Raddir þeirra heyrðust. Þeir töluðu til hans hver af öðrum.
"Ég mun færa þér mjólk úr sauðum mínum" mælti fyrsta rödd,
"Ég mun færa þér ost", og þriðja sagði
"Ég mun gefa þér brauð" sú rödd var dýpri en allt sem hann hafði heyrt.
Það var eins og sú rödd kæmi úr iðrum jarðar.
Sonur Maríu og Jóseps var fæddur, hann var eins og önnur börn nýborinn, þakinn blóði móður sinnar, þakinn fósturfitu, og þjáðist í þögn. Öskraði af því hann var látinn öskra. "HANN VAR VAFINN REYFUM OG LÁ Í JÖTU" ásamt ösnunum, en þeir voru bundnir fastir, svo þeir færu honum ekki að voða. Salómi var fyrir utan að ganga frá, hún sjálf þurfti að jafna sig eftir þennan viðburð, oft hafði hún tekið á móti barni, en aldrei eins og nú, það var sem hún hefði fætt sjálf, en hún hafði aldrei átt barn sjálf, það hafði hún aldrei reynt.
Þrír menn komu upp slakkann. Það voru hirðingjarnir, komu þeir samtímis inn í hellinn, María með lokuð augu í hvíld. Jósep situr á steini með olnbogann á jötunni og horfir hugfanginn á son sinn.
"Ég færi þér þessa mjólk, frá sauðum mínum, sem ég mjólkaði með mínum beru höndum"
María opnar augu sín við þessi orð brosandi.
"Ég sjálfur vann þennan ost úr mjólk sauða minna"
María kinkar kolli, hún vaknar almennilega, þegar hún sér þriðja hirðingjann, útgeislun hans fyllti hellinn, og voru foreldrarnir nú umvafinn ólýsanlegri tilfinningu, allt varð bjart.
"Ég bakaði þettaa brauð, VIÐ ELD ÚR IÐRUM JARÐAR"
Hann hafði ekki fyrr mælt en María þekkti þennan mann, þetta var maðurinn sem verndað hafði þau alla meðgöngu hennar, sýnin sem þau bæði sáu, dekkri og hærri en aðrir menn, betlarinn........
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 06:43
VIÐBURÐUR TÍMAMÓT
Það tók að rökkva, kvöldbirtan náði ekki að lýsa inn litla opið á hellinum. Ambáttin Salóme lýsti upp stallinn, með handfylli hálms, heitum kolum, blés hún lífi í hellinn, sem brátt lýsti sem morgunn. Olíulampann setti Salóme á syllu í hellinum, áður er hún gekk að brunni Salomons, til að sækja vatn, hagræddi hún Maríu.
Okkur leyfist ekki að gagnrýna Jósep núna, en hann var illa haldinn af áhyggjum, gat ekki meir vegna kvíða, feður eru oft þannig þegar að þessari stund er komið, hann gat í mesta lagi haldið í höndina á Maríu í þessari klípu, að honum fannst.
María var á aftur á móti ein, jafnvel þó haldið væri í hönd hennar. Salóme kom inn með vatnið, sagði nokkur hvatningarorð. Þau voru óteljandi börnin sem hún hafði tekið á móti í þennan heim, þjáning Maríu væri ekkert meiri en annara kvenna í sömu sporum, og eins og Guð hefði talað til Evu, eftir að hún syndgaði, og lagði á hana þjáningar, eins væri það með Maríu og aðrar konur. Jósep var horfinn, hann gat ekki horft upp á þetta alltsaman, stóð ekki einu sinni upp við dyrastafinn, flýði frekar en að hlusta á grát Maríu. En grátur hennar fylgdi honum þangað sem hann fór, og það var sem jörðin skelfdist.
Óp Maríu voru þvílík, að þau bárust til "þriggja hirðingja, sem gættu hjarðar sinnar út í haga" spurðu þeir Jósep, gáttaðir á hrópunum, "það er sem jörðin hrópi", Jósep upplýsti þá um viðburðinn í hellinum. "Þú ert greinilega nýgræðingur í þessum málum" varð þeimm að orði. "Já við komum frá Nazareth, hingað til Bethlehem til að láta skrásetja okkur" við rétt náðum hingað fyrir fæðinguna.´
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)