José Saramago

   Portugalski rithöfundurinn José Saramago, fékk Nobelsprísinn 1998, fyrir skáldskap sinn. Hann er fæddur 1922. Skrifað mikið eins og vænta má, og hafa amk tvær verið þýddar á Íslensku. Bókin Blinda hefur verið þýdd hér, og Dauði Ricardo Reis, sem lesin var jafnframt í útvarpið.  Hellirinn er ein bókin hans, ég held sú nýjasta, ég hefi ekki lesið þá bók, en aftur á móti lesið bókina Blinda, sem er mjög sterk og áleitin. Saramago er áleitin í skrifum sínum, er Katólskur, og einhver spenna er þar á milli, þe katólsku kirkjunnar í Portugal og hans.  Ég hefi aftur á móti lesið umsátrið um Lissabon, þar sem hann flakkar um í tíma, og er hún alls ekki auðveld aflestrar.   Ein bókin BALTASAR OG BLIMUNDA, en einnig ein, og er hún mjög falleg. Hann kemur einkennum þjóðar sinnar til skila í skáldskap sínum, alltaf með sálfræðilegar myndir í bókum sínum, og tekur það ca. 40 blaðsíður að byrja á bók, sem er 375 bls eins og tildæmis sú sem ég hefi skrifað í færslur mínar,"THE GODSPELL ACCORDING TO JESUS CHRIST".  Hann er langorður, og skrifar ýmist í framtíð, nútíð, eða þátíð, verður mjög ljóðrænn, þar sem hann blandar þessu saman.  En ég er í þriðja sinn að fletta völdum köflum úr þessari bók á Aðventu og stóðst ekki mátið að snara 40 bls. hingað inn, sem er ekki nema brot af þessari bók.

Í LOK AÐVENTU

   Þau höfðu gengið í um klukkustund. Vegurinn var auður, fótatak þeirra bergmálaði í kyrrð næturinnar. Það var alger þögn. Þau áttu von á einhverri umferð af fólki, en það var ekki.  Til hægri handar var grafhýsi Rakelar, en Jakob beið hennar í 14 ár, hún fæddi þeirra son, sem Jakob nefndi Benjamín, " son hægri handar minnar", en Rakel sjálf nefndi hann Benony, "Barn sorgar minnar"  Guð gefi að það verði ekki örlög okkar.

   Þau sjá nú húsin í Bethlehem hægt og hægt, sem eru leirlituð, eins og í Nasareth, en ljósari samt, eins og blanda af gulu og gráu. María er að gefast upp, hún slettist fram á söðulinn í hverju spori asnans. Jósep kemur henni til hjálpar, og hún leggst hálf yfir axlir hans.  Það er sorglegt að enginn var vitni að þessu hjartnæma augnabliki. Þau eru loksins í Bethlehem.

   Þrátt fyrir ásigkomulag Maríu, vill Jósep að þau reyni að komast í pláss hjá úlfaldalest, ef þau rekast á eina slíka, sem öruggt er, þau geti jafnvel hvílst þá til morguns. María er enn með talsverða verki, en engin merki um að fæðing sé að fara í gang. Þegar þau rekast á lest hægra megin í borginni, reynist sá flokkur, afar skítugur, ekkert rólegt afdrep, lest sem var sölumarkaður og dýrastallur í senn. Þau hurfu frá þessari ákvörðun. Jósep skildi Maríu eftir í skugga fíkjutrés, meðan hann fór á vit öldunganna til að sækja sér ráðleggingar, en fann ekki synagogu þarna, einungis umsjónarmann, sem var að siða til hrekkjalóma.  Forlögin sem verndar oft hina saklausu, þegar þau muna eftir þeim þeas, beindu Jósep rétta leið sem var yfir torgið til konu sinnar sem var að yfirliði komin, fíkjutréð hafði ekki skýlt henni nóg fyrir sólinni. Mistök sem honum fannst vera ófyrirgefanleg, þau áttu betur að vita bæði allt um fíkjutrén í þessu landi. Þeim leið eins og fordæmdum, og reyndu enn að leita til öldunga. Það var ekki framkvæmanlegt. Jósep brotnaði niður, og missti hugrekkið og kallaði út í himinninn.  "Í nafni Drottinns, er enginn hérna sem vill skjóta skjólshúsi yfir konu mína, sem er að fæðingu komin" 


Bloggfærslur 22. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband