20.12.2007 | 17:57
AÐVENTA FRAMHALD.
Að öllum líkindum var það þannig á gullaldartímunum, þegar úlfurinn fæddi lambið á kryddjurtum í stað þess að éta það, en þetta var á járnöld, öld grimmdar og umhyggjuleysis. Tími kraftaverkanna ókominn, eða liðinn, fyrir utan það að kraftaverk, ekta kraftaverk, hvað sem fólk segir eru ekki besti kosturinn. Sérstaklega ekki ef tilgangurinn er að brjóta reglu sem nauðsynleg er, frekar en að sanna hana.
Ekki verður sagt um Jósep að hann sé ákafur í að horfast í augu við vandann sem bíður hans, en íhugar samt að hversu mikið verri kostur hefði verið ef barnið hans hefði fæðst, einhversstaðar í rennisteininum, hann leggur því hart að asnanum "Arma skepna gakktu hraðar"! Aðeins asninn veit hversu sárt það er. Ekki gætir Guð allra manna jafnvel, margir búa við sömu skilyrði og asninn, jafnvel verra og Guð hjálpar þeim ekki neitt.
Smáheppni varð Jósep fyrir, einn ferðafélagi hans sagði honum að úlfaldalest væri í Bethlehem þar sem hann gæti leitað aðstoðar hjá, en hann var ekki sáttur við það. Gat einhvernveginn ekki séð fyrir sér að kona hans fæddi innan um það sjúklega forvitna fólk, fyrir utan hvað það fólk talaði gróft mál, og væri subbulegt. Sumir höguðu sér ver en skækjur, nei hann vildi það ekki.
Eftir allar þessar vangaveltur tók hann á það ráð, að leita til sér eldri og reyndari manna í Synagogunni, eiginlega var hann steinhissa á að hafa ekki látið sér detta þetta fyrr í hug. Honum létti og var að þvi kominn að spyrja Maríu um líðan hennar, en snérist hugur. Jósep fer nú að hugsa um óhreinleika Maríu, frá getnaði og fram yfir fæðingu, "Ó Guð minn, hvernig geturðu látið þín saklausu börn fæðast í þennan óhreinleika, það hefði verið svo miklu betra fyrir þig, og okkur, ef þú hefðir skapað þau út frá hinu ljómandi ljósi, í gær, í dag og á morgunn, upphaf og endinn, eins fyrir alla, hvar sem þau hefðu verið í sveit sett."
Hann hættir þessum hugsunum, loksins og spyr Maríu um líðan hennar, sú spurning kom tímanlega, hún hafði tekið eftir breytingu á verkjunum, hún hafðið liðið fyrir verkina, en nú virtust þeir vera farnir að líða fyrir Maríu sjálfa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)