AÐVENTA FRAMHALD.

    Ég kom, ég sá og ég sigraði, hin fleygu orð Júlíusar Cæsars, sögð á hátindi frægðar hans, máttu sín einskis er að dauðdaga hans kom. Sonur Cleopötru sem hann hélt vera son sinn, reyndist svikari hans. Sektarkenndararfur frá feðgatogstreitunni, hefur gengið frá manni til manns, hin óraunhæfa sektarkennd.

   Þegar að borgarhliðinu kom gat María ekki haldið aftur af hljóðum sínum, það var sem hnífur stæði í kvið hennar. Slík voru öskur hennar að þau hurfu í hávaða mannfjöldans sem innan múra voru. En Jósep heyrði kvein hennar. Þessi hávaði frá mönnum og skepnum minnti hann á markaðstorgin í hans sveit. Þau höfðu aldrei komið til Jerúsalem áður.  Hann sagði við Maríu:

  "Þú ert ekki þess megnug að fara lengra, við verðum að finna gistihús, við hljótum að finna það hér í grenndinni, á morgunn fer ég einn míns liðs til Bethlehem, og geri yfirvöldum að þú sért komin að falli, það hlýtur að vera í lagi að þú skrásetjir þig síðar, ef það er svona nauðsynlegt, en auðvitað veit ég ekkert um Rómversk lög, en hver veit nema að það sé möguleiki á, að höfuð fjölskyldunnar þeas ég, geti skrásett okkur bæði á morgunn."

   María dró úr honum. Verkirnir voru nánast horfnir, og í sannleika sagt voru þeir það, einungis reglubundnir kippir, óþægilegir en sársaukalausir. Hann varð rólegri, og að leita að gistingu í Jerúsalem var eins og að leita að nál í heystakk. Strætin svo óskaplega þröng, og eins og völundarhús. Þetta var eitthvað svo misheppnað markmið, einkum nú þegar kona hans var eiginlega í miðri fæðingu. Hann var dauðhræddur, ekki minnst við þá ábyrgð sem honum fannst hann bera, rétt eins og aðrir feður, en hann vildi ekki viðurkenna það.

   Hann reyndi að telja sér trú um að allt yrði auðveldara í Bethlehem, fólk væri miklu vinsamlegra í þessum kaupstöðum, en í Jerúsalem, sem honum fannst ógnvænleg.


Bloggfærslur 18. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband