11.12.2007 | 22:43
AF HVERJU ER RAUÐI LITURINN LITUR JÓLANNA.?????
Rauði liturinn er litur þjáningarinnar og ástarinnar og ennfremur aðallitur COCACOLA fyrirtækisins. Hann er á margan hátt mjög nútímalegur og viðskiptalegt fyrirbæri. Litli grái fjósajólasveinninn næstum því hvarf með tilkomu Jólasveinsins í rauða gallanum, sem COCACOLA kom fram með 1931. Ameríski jólasveinninn eins og við þekkjum hann í vestræna heiminum, var tilkynntur af cocacola fyrirtækinu í fyrstu auglýsingarherferð þeirra , og var teiknaður af listamanninum Haddom Sundblom.- Var Haddom undir áhrifum af goðsögninni um heilögum Nikulási frá Myru í Litlu Asíu, sem þekktur var fyrir góðsemi sína við minnimáttar einstaklinga og börn. Goðsögnin breiddist út um Evrópu og hafnaði á norðurpólnum ásamt sleða og hreindýri. Sjálfur var Haddon fyrirmynd Jólasveinsins hvað útlit snerti. Rautt og Hvítt eru aðallitir cocacola. Gallinn varð því rauður og skeggið hvítt. Þessi verksmiðja sem framleiðir mest af alkóholfríum drykkjum af öllum öðrum síðastliðin 70 ár stórgræða á jólunum. Í öllum borgum vestræna heimsins keyrir cocacolalestin um í desember. Síðar kom rauði liturinn sem tákn jólanna með annarri verslunarherferð í lok 18.aldar, og þá með ýmiskonar jólaskrauti. Þrátt fyrir síðari tíma litatísku kringum jólin, og aftur á móti styrk rauða litarins í gegnum árin, er rauði liturinn í upphafi heiðinn siður. Fyrir Krist var heiðin hátið bundinn vetrarsólhvörfum. Sólin var tilbeðin, og miklar blótveizlur haldnar. Á þessum tíma voru einnig eplin tákn frjósemi. Þau bægðu frá sjúkdómum, og leiddu af sér ríkidæmi, bæði til þiggjenda og gefenda. Við fórum síðan að búa til epli, sem voru undanfari skrauts á jólatré. Rautt er tákn auðæfa,valds og luxus. Fyrstu hellamálverkin voru lituð rauðum lit úr blóði blandað krít. Í Evrópu og Ameríku eru rauðköflóttu dúkarnir tákn gestrisni. Í Kína merkir hann heill og hamingja, og í Indlandi er hann bundinn brúðkaupum.......
Sjálf er ég í einhverju rauðu í skammdeginu, hann gefur mér mikinn kraft, alveg ótrúlegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)