23.11.2007 | 19:28
SKREKKUR KEPPNI SKÓLANNA
Það var mér mikil ánægja og okkur öllum í fjölskyldunni að fylgjast með SKREKK á SKJÁ einum, á dögunum, og það var stolt amma og stoltur afi sem fylgdust með dóttursyninum leika þarna listir sínar, það verður að viðurkennast. En mikið átak er í gangi hjá þessum unglingum bæði sem taka þátt og svo hinum sem styðja, og sem örugglega eru að gera eitthvað annað á meðan en að æfa fyrir SKREKKINN. Þetta hlýtur að leiða mjög gott af sér, vegna þess.... að þau hugsa "að mínu mati" mjög breitt og djúpt. Allir skólarnir vildu hafa boðskap, mismunandi mikinn, mér fannst mest gaman að sjá hina leikrænu tjáningu, sem boðið var uppá og alla þessa hæfileika sem maður varð var við, og alla vinnuna. Þetta er gífurleg menntun sem lærist á þessu að mínu mati, og þá helst TILLITSEMI við náungann, og virðing fyrir annara verkum, þetta samspil sem þau geta borið með sér til framtíðar.
Við eigum mjög gott fólk, góða unglinga, og ég einhvernveginn treysti þeim til að takast á við framtíðina. Framtíðin held ég, að sé ekkert sérstaklega auðveld, en þau virðast gera sér grein fyrir því. Þau þurfa að takast á við svo margt, sem hefur farið aflaga hjá okkur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 19:14
UMSKIPTI HAMSKIPTI
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)