SKREKKUR KEPPNI SKÓLANNA

Það var mér mikil ánægja og okkur öllum í fjölskyldunni að fylgjast með SKREKK á SKJÁ einum, á dögunum, og það var stolt amma og stoltur afi sem fylgdust með dóttursyninum leika þarna listir sínar, það verður að viðurkennast.   En mikið átak er í gangi hjá þessum unglingum bæði sem taka þátt og svo hinum sem styðja, og sem örugglega eru að gera eitthvað annað á meðan en að æfa fyrir SKREKKINN.   Þetta hlýtur að leiða mjög gott af sér, vegna þess.... að þau hugsa "að mínu mati" mjög breitt og djúpt.  Allir skólarnir vildu hafa boðskap, mismunandi mikinn, mér fannst mest gaman að sjá hina leikrænu tjáningu, sem boðið var uppá og alla þessa hæfileika sem maður varð var við, og alla vinnuna. Þetta er gífurleg menntun sem lærist á þessu að mínu mati, og þá helst TILLITSEMI við náungann, og virðing fyrir annara verkum, þetta samspil sem þau geta borið með sér til framtíðar.

     Við eigum mjög gott fólk, góða unglinga, og ég einhvernveginn treysti þeim til að takast á við framtíðina.  Framtíðin held ég, að sé ekkert sérstaklega auðveld, en þau virðast gera sér grein fyrir því. Þau þurfa að takast á við svo margt, sem hefur farið aflaga hjá okkur.


UMSKIPTI HAMSKIPTI

Það hafa orðið gífurleg umskipti á eldhúsinu okkar, svo mikil að ég sé ekki annað en að ég verði einhvernveginn að hafa hamskipti.. Mér var gefin svunta, ljómandi falleg, og hélt ég að það yrði svona nokkurnveginn nóg, en ég sé ekki fram á annað en að nú þarfnist þetta eldhús húsmóður, sem kemur sér um alklæðnaði, og þá ekki bara einum, heldur til skiptanna.  Til að aðlaga Bónda minn, svo honum líði vel meðan hann er að "hellauppá" í morgunsárið, hefi ég lagt fyrir hann þau áhöld sem til þarf.  Ég held að hann sé bara ánægður með sig þarna í skotinu, sem er bara notalegt umhverfi. Vegna aldurs þolum við ekki mjög sterkt kaffi á morgnana, en drekkum því meira af "sálarkaffi", það er kaffi sem er með töluvert af kærleik í. En hann hellir alltaf uppá, fyrir sína skapstyggu konu, og það er kærleikur í hverri einustu vatnsbunu. Þessi skapstygga kona skánar heilmikið eftir tvær könnur, sú þriðja er drukkin þegar smá jafvægi er komið, þe eftir blaðalestur. Bóndi minn þarf ekki að skipta um klæðnað, þetta klæðir hann bara ljómandi vel, hann á bæði fljólubláa peysu og rauða, svo þetta er allt saman í góðum gír.   Það hafa komið fram skoðanir á þessum breytingum, meira að segja eru til einstaklingar (fáir, ef ekki bara einn!!!) sem hafa farið í viðkvæmniskast vegna fráfarandi innréttingar, en ég held að það lagist, eftir nokkrar máltíðir sem boðið verður uppá.

Bloggfærslur 23. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband