12.11.2007 | 23:48
SKAMMDEGI ELDHUS
Það er svo oft sem að við kvörtum svo mikið yfir árstíðalausu landi. Tölum mikið um það, hversu dýrmætt það er að hafa árstíðir. Ég er svo viss um að það er rétt, en ég hefi aldrei gerst svo myndarleg að hafa búið utan Íslands, svo ég veit bara ekkert um þetta, allavega hefi ég enga reynslu. En mér finnst samt mjög skemmtilegt þegar ég kem til dóttur minnar í Osló, kem í herbergið sem ég gisti í, og sé þá sumarfötin hennar frágengin, sem liggja í skápnum í dvala.
Ennfremur er eitthvað snyrtilegra í fatahenginu, þar sem ekki ægir öllu saman eins og stundum vill verða hjá mér, þó ég sé með nokkurskonar vísi að innpökkun fata.
Ég var að segja við Gullu Rún sem nýflutt er frá Portugal, að hér væru nokkurskonar dagskipanir á veðri, til dæmis var kalt á laugardaginn, hálfgert loðkápuveður, og síðan þessi sumarrigning í dag. Við mæðgur fórum á laugaveginn í dag í smáinnkaup. Mér fannst ég upplifði íslensku árstíðaskiptin í dag. Það er kominn vetur,þó engan veginn væri hægt að nema það nema vegna skammdegisins. En greinilega er kominn vetur þegar Allt er bjart á Laugaveginum, og ösin að fara í gang, meira að segja hægt að ganga á blankskóm, og það er miður nóvember. Þessi verslunarbirta heldur svo lífinu í landanum, svona fram yfir áramót. Mörg okkar láta vetrarljósin, sem bara fyrir nokkrum árum hétu jólaljós, loga ja sumir fram í mars.
Í mínum huga er búið að vera haust, þar til í dag, við þessa uppgötvun mína á Laugaveginum. Ég fann einnig til vetrarins, við þá ákvörðun mína að fara ekki í Kringluna, vegna magasínssyndroms sem ég er illa haldin af, og svei mér þá ef ég er ekki búin að smita Gullu af þessu syndromi, sem ég hélt að væri ekki beint bráðsmitandi, en áróður hefur áhrif.
Við keyptum meira að segja bara götuskó, ekki bombsur, eins og ég keypti í fyrra, sem eru einsog nýjar nú, þegar ég dró þær rykfallnar fram, eftir rúmlega árshlé frá notkun, og voru þær notaðar í útlöndum, þar sem snjór á vetrum er algerlega öruggt að svo verður.
Gulla keypti sér semsagt mjög pena Puma skó, í bjartsýniskastinu okkar í dag. Bombsurnar bíða, ja þar til þörf er á því. Nýbúarnir mínir bíða eftir hinum margumtalaða snjó móður sinnar, ég vona þeirra vegna að einhver almennileg snjókoma verði í vetur, helst á jólunum þeirra vegna. Sjálfri finnst mér rauð jól svo skemmtileg. Þá get ég gengið á blankskóm niður Laugaveginn. En það má líka alveg vera snjór, þar sem ég á bombsur.
Eldhúsið er ekki komið í gagnið og höfum við hjón legið uppá ættingjum okkar, gólfefni og stigar í stofunni, en ég klambraði að stofuglugganum til að fá meiri raka inná svæðið, sem er mjög rykmettar af steypuryki og lítilsháttar sagi.
Sjálf fæ ég vægt panicástand ca. þriðja hvern dag, sérstaklega þegar ég reyni að leita að einhverju sem er undir einhverju sem er ofan á einhverju.
Þetta er semsagt allt í skralli hjá mér, sem von er allar iðnaðarmannagreinar hafa komið að verki hér, í þessu eina litla herbergi.
Það sem fylgir svona skralli er að mann skyndilega langar í mat sem maður fær ekki hjá öðrum, núna til dæmis langar mig svo óstjórnlega í eggjaköku eins og ég geri. Á morgunn kaupi ég svo rafmagnspönnu og steyki eggjaköku í sjónvarpsherberginu. Ég ætla semsagt að sjá við ástandinu.
Ætla halda áfram að hlakka til, og vonast til að hver iðnaðarmaður komi á réttum tíma, skrópi ekki, en það sem komið er, er mjög fallegt og passar ótrúlega þar sem við fáum hana úr öðru eldhúsi.
Ég setti ljós í þá glugga þar sem ég komst inní innstungu fyrir allskonar vörum, krukkum, og sleifum, svo ég læt ekki deigann síga. Og hver veit nema ég steiki bara líka kartöflur í nyju pönnunni
niðri í sjónvarpsherberginu og kannske er bara óþarfi að vera með allt þetta umstang og fara bara að einfalda þetta bara.Minnka við sig, eins og mörgum finnst þegar manni verður á að verða sextíu ára......en við höfum ákveðið að verða kyrr, og nú get ég bara dregið út alla skápa og skuffur á hjörum þar verður ómetanlegt fyrir giktina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 22:56
Ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson.
Hvert ertu að fara líf?
Stendurðu kyrrt
eða þokastu burt?
Nei, þú ert hér
hreyfist, vex í mér nóttin´
Í trjánum og í vatninu.
Klukka þín slær, svo ég heyri ekki
andardrátt kvíðans.
Er þetta lífið?
Þetta, sem einhvern dag
á sér ekki lengur þögn eða söng.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)