Færsluflokkur: Lífstíll
12.1.2009 | 14:11
LJÓS- OG DÖKKGRÆNT SAMFÉLAG...
Er ekki kominn sá tími, að huga að þeim málum, er það ekki eitthvað sem við verðum að gera, við þær samfélagsaðstæður sem núna eru????
Ég vísa hér til bókar Katrínar Jakobsdóttur og Gunnars Sigvaldasonar, og er svo ánægð með þeirra framtak, það þarf alltaf bækur til að vekja okkur upp af svefni, eða dróma. En þetta ljós- og dökkgræna samfélag sem þau eru að skrifa um er kannske mjög líkt, Kjötborgar og Kiddabúðar samfélaginu, sem ég hef verið að nefna undanfarið hér.
Ég hef aldrei viljað trúa því að það borgaði sig að aka langan veg eftir mat og nýlenduvörum, til að stofna til annars matarbirgis heima hjá sér. Ég var aldrei hlynnt Bónus verslununum, það sem gerðist með mig, var að ég var að kaupa vöru, sem settist upp hjá mér, eitthvað sem ég lá með, og endaði á að vera lítið spennandi. Það fór bara í taugarnar á mér að vera með fulla körfu, eins og ég ætti von á að vera ein á eyðieyju mjög fljótlega. Það er umhverfisvænna að vera svo heppinn að hafa hverfisverslun, og auðvitað eru þær dýrari, en þær eru okkar birgjar, og alltaf hægt að skreppa þangað, og við myndum hverfi, og hverfishugsun, sem vantað hefur illilega síðan á áttunda áratugnum, þar sem allir vildu byggja, utan miðborgar, einbýli- eða raðhús. Við byggðum útum allt, mynduðum úthverfi, en ekki nægt hverfissamfélag, og enga hverfishugsun. Hverfishugsun er í kaupstöðum landsbyggðarinnar, hverfishugsunin, er jafnvel bara Kaupfélagið í bænum, þar sem fólk, fer til að hitta aðra, og í öðru lagi til að verzla, hvort er nauðsynlegra?????
Hverfiskaupmenn skipta samfélagið gífurlega miklu máli, og leiðinlegt ef setið er uppi með leiðinlega hverfiskaupmenn. Leiðinlegu fólki er að fækka, finnst mér, enda er það hinn mezti löstur hvers manns, en það er önnur saga, ekki er hægt að segja að leiðinlegt fólk sé umhverfisvænt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 21:55
ÉG VAR............................



Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2009 | 16:58
Í KIDDABÚÐ......
Viðskiptasamningur okkar Kjarvals var ekki stór en öruggur. Kjarval var öruggur kaupandi minn þegar að því kvíðaverkefni kom, að selja merki, man ekkert hverra, en til að komast í gegnum erfiðasta hjallann, þe byrjunina, þá var það Kiddabúð og Kjarval, og svo auðvitað Kiddi sjálfur uppá efstu hæð, sem hann byggði húsið sitt með miklum glæsibrag.
Mig langaði að vera svoleiðis, að eiga 4ra hæða hús, ekki endilega alveg eins, en það sem mig dreymdi um að eiga 4ra hæða hús, ekki var ég nema 7 ára, svo materíalisminn kom í ljós,gæti þessvegna verið meðfæddur. Sumir vilja bara eiga hús, og aðra langar ekkert til þess.
En mikið var leiðinlegt að selja merki, það var svooooo leiðinlegt að ég man það enn í dag, en ljósi punkturinn í því ferli var auðvitað Kjarval, sem bjó á annarri hæð í húsi Kiddabúðar, og hafði vinnustofu sína þar einnig, eins og flestir vita. Ég treysti á Kjarval. Hann var sko í lagi, tók mér ávallt með sama ávarpinu "Jæja, telpa mín, ertu nú að selja merki, komdu nú inn, meðan ég öngla saman, og skoðaðu nú þessar myndir" Mér fannst hann lengi að öngla saman, en það var svosem allt í lagi, ég gat skoðað myndirnar hans nýmálaðar, sem hann hafði stillt upp við vegg á gólfinu. Síðan kom hann og spurði mig hvernig mér fyndust þessar myndir, ég man ekkert hvað ég sagði, en alltaf keypti Kjarval af mér allt sem ég reyndi að selja, þó hann væri lengi að öngla saman.
Og auðvitað mættumst við oft í henni Kiddabúð, þegar hann kom þangað til að kaupa vindilinn sinn, og ég kannske conwoy sígaretturnar hennar mömmu minnar, og Steini kveikti í vindlinum hans Kjarvals, og sagði "Gjörðu svo vel, herra minn", þetta fannst mér smart og fór með bréfpokann til mömmu, kannske hef ég sagt við hana "Gjörðu svo vel frú mín góð", en ég man það ekki. En ég hef örugglega þakkað honum Kjarval fyrir kaupin, og kannske hef ég hneigt mig eins og Steini.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 14:35
KJÖTBORGIR OG KIDDABÚÐIR...................
Voru auðvitað úti um allt land, og öll hverfi þessarar borgar, en mér finnst einhvernveginn í minningunni að engin búð gæti toppað mína Kiddabúð.
Faðir minn, sem var naumhyggjumaður, vildi endilega að mamma verslaði í KRON, sem sett var upp á Grettisgötunni, og við trítluðum þangað báðar, af alkunnri skyldurækni beggja, Kron átti að bjarga lífi hvers manns, KRON bauð semsagt betur, eins og við höfum margoft heyrt hér undanfarin 10 ár, eitthvað sem heitir núna Bónus býður betur., sem er svona auðhringur eins og KRON var, og byggist á misskilningi. En það er önnur saga, KRON var alveg sérstaklega kuldaleg búð, afgreiðslukonurnar þar, "blessuð sé minnning þeirra" voru afskaplega kuldalegar og allt var gífurlega erfitt, og alvarlegt.
Steini í Kiddabúð Njálsgötunnar var aldrei kuldalegur, það var aldrei neitt erfitt, og það var ekki að bera utan á sér alvarleikann, en gífurlega gott að eiga hann að þegar syrti.
Enda var Þórsteinn austfirðingur......
Í Félagsmiðstöðinni minni, var stoppað lengi, þó ekki væri ég mikið að versla, stundum var ég bara að kaupa 3 sígarettur fyrir mömmu, mig minnir að hún hafi þá reykt tegundina CONWOY, sem sagt, ég þurfti ekki að nefna þetta við Steina, hann setti bara 3 Conwoy í bréfpoka, og forvitnin fékk mig til að stansa lengur en þurfti, það voru sumir að drekka kók og fá sér conwoy, en það mátti nefnilega reykja soldið í þessum búðum, og rann þá mikil speki frá heimsóknarfólki. Þessir áhugaverðu einstaklingar voru "aðkomufólk", eins og sagt er úti á landi, og voru þá að koma úr Menningarhúsinu Sundhöll Reykjavíkur. Það var réttur nokkurra einstaklinga að fá að kveikja sér í. Það mátti ekki einu sinni reykja í hurðinni hjá KRON, og það var ekkert rabbað, bara sagt "Ég ætla að fá eitt stykki smjörlíki, takk"..... Ósköp litlaust.
Við hornið stoppaði aðalstrætóleið bæjarins, NJÁLSGATA GUNNARSBRAUT, sem rann þarna fram hjá á 10 mínútna fresti, svo það var yfirleitt í lagi að missa af einni og einni bunu, það var svo stutt í næstu.
Þetta var fanta bifreið, með leðursófum, og hossaðist mikið, þurfti maður að ríghalda sér í þegar beygt var inná Gunnarsbraut. Leðursófarnir forljótir, og óttalegt óloft í þessum vögnum.
Byrokratiið í Rvík, notaði þessa vagna, til að komast í og úr mat, m.a. í hádeginu,lúxuslíf man ég, þegar ég minnist unglingsára..................................
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.1.2009 | 18:54
KJÖTBORG..........................KIDDABÚÐ. STEINI Í KIDDABÚÐ.....
Það eru dýrmætar minningarnar sem ég á frá Kiddabúðarhorninu, á horni Njálsgötu og Barónsstígs. Þessar búðir eru mjög líkar, nema Kjötborgin er stærri en Kiddabúð var. Kaupmaðurinn minn hann Þórsteinn, sem var aldrei nefndur annað en Steini, var aðalmaður hverfisins, og þá ekki einungis fyrir Krumma lakkrísinn sem hann gaukaði yfir sitt búðarborð, heldur fyrir alveg einstaka hæfileika sína í umgengni við annað fólk, og þá af öllum stéttum. Sem barn skynjaði ég þegar fyrirfólk eins og forsetar, og biskupar voru í heimsókn í búðinni hans, ég fann það í loftinu, og gætti þess að vera prúð, til að trufla ekki Steina minn. Þetta kenndi mér, finnst mér í dag, því hann hafði þetta lag á að skjalla aldrei fólk, smjaðra ekki, og var aldrei með neina tilgerð.
Það var allt til í þessari búð, held ég. Allar hillur fullar, held ég. Allt fullt af lakkrís, held ég. Allt fullt af appelsínum, minnir mig, þegar þær fóru að sjást.
Steini kunni að hneigja sig.
Steini hneigði sig fyrir forsetanum, og Kjarval, sem kom iðulega, enda bjó hann um tíma á næstu hæð fyrir ofan.
Og Kjarval fékk sér í pípu. Það var alltaf svo einkennilega góð lyktin af þessum pípum hans Kjarvals, fyrir utan það hvað hann var skemmtilegur fannst mér.
Kjarval og Steini vissu hvernig átti að tala saman, voru ekki vandræðum með það blessaðir. Steini vissi þetta upp á hár. Steini kunni þetta, það var ég viss um.
Kiddabúð var félagsmiðstöð gamla austurbæjarins, útlánabanki, Steini var svo oft að skrifa í einhverja blokk, og það voru margar konur sem komu. Alltaf var Steini minn jafnkurteis, og hneigði sig þegar konurnar fóru útur búðinni, og svo sem líka mennirnir þó stundum maður rækist á svokallaða róna, það var alveg sama, Steini sýndi þeim gífurlega virðingu og hneigði sig, og þeir urðu menn með mönnum, eins og ég varð manneskja með manneskjum, þó nef mitt næði rétt upp undir lakkrísbúðarborðið.
Það var enginn stéttaskipting í Kiddabúð, né aldurs- eða kynskipting í þeirri félagsmiðstöð, sama þjónusta alltaf.
Því var það þegar ég kom fyrst í Kjötborg, fannst mér ég vera komin í Kiddabúð Njálsgötunnar, og ætla ég að skoða þá kvikmynd sem fyrst. Ég var svo þakklát forsjóninni fyrir, að hafa kynnt mig fyrir Steina í Kiddabúð, sem hefur gefið mér margar góðar minningar, og vináttu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2009 | 23:34
BLOGG EYÞÓRS ÁRNASONAR FRÁ Í DAG KL.3.33
Þetta verða allir að lesa, sem áhuga hafa á málum okkar Reykvíkinga í dag. Og hversu sterk okkar tunga er þegar henni er beitt eins og Eyþór gerir í dag. Þessi andlitslausi hópur í dag sýndi akkurat þá ruddamennsku, sem fyrirkvíðanleg var, og myndast í minnsta öfgahópnum,
Eyþór hefur fengið 5000 flettingar í dag. Vonandi verður þetta birt í blöðum okkar, sett upp á heilsíðu, ásamt skrifum Eiríks Guðmundssonar bókmenntafræðings, úr Fréttablaðinu í dag, þá á hina síðuna, svo úr yrði opna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 00:06
AÐ VERA HYSKI.....
Ég veit bara ekkert hvað það er, ég verð að segja eins og er, og er alveg hissa á Páli Baldvini að nefna biskupinn minn Karl Sigurbjðrnsson í tengslum við þetta orð, "hann og hans hyski" eða einhvernveginn þannig, ég tek bara ekki í mál að minn biskup sé subbaður svona niður í ég veit ekki hvert.
Semsagt, ég undirrituð er hans hyski, og er bara frekar ánægð með það', en ég tek bara ekki í mál að það sé talað svona niður til mín fyrir að vera hyski Karls Sigurbjörnssonar. En auðvitað verð ég að sætta mig við þetta sem og hver annar sem hefur tekið afstöðu í svona málum eins og hvað er að vera í þjóðkirkju og hvað ekki, og hvað er að segja "Já" og hvað ekki.
Eiginlega er þetta frekar flott orð, hyski, ég held að það sé varla til í öðrum tungumálum, enda dregið af húsi, húsfólki, vinnuhjúum,og þessháttar hyski. En þegar ég hugsa dýpra er eg mjög ánægð með að falla í þenna hóp, ég kem til með að vitna til þess´í tíma og ótíma.
En ég verð að andmæla því að Páll Baldvin geti tekið sér hin og þessi orð í munn með hinum og þessum hætti, við hina og þessa viðburði, hér og þarÁn nokkura raka, eða útskýringa
Páll Baldvin!!!!!!!! Vertu bara kyrr í Kiljunni, og ekkert að vera að rífa kjaft utan þess þáttar, þeas í Blöðunum, ég kem þessum skilaboðum til þín frá fleirum en mér. Kveðja..................................SH.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 21:15
SIGMUNDUR DAVÍÐ.......
Gulrótin í vinnubrögðum framsóknar að ná í einn og einn frambærilegan, og oftast þá alveg sérstaka, eins og Sigmund.
![]() |
Sigmundur Davíð býður sig fram til formanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 22:50
HVAÐA JÓLASLÉN?????????
Þessu næ ég ekki, með allri virðingu fyrir öllum sköpuðum hlutum í Íslenskri tungu!!!!!!!!!
Þetta orð var nefnilega fyrirsögn í Fréttablaðinu, frá Heilsuræktarstöðvunum, ótrúlegt, ekkert annað en dulbúin auglýsing frá þessum batterýum. Mér finnst nú illa komið fyrir landanum, ef hann getur ekki tekið eitt gott Jólaslén, ef það er ekki gerandi að taka eitt gott Jólaslén sem er 3 dagar, þá verðum við að læra það. Eiginlega er nauðsynlegt að taka Jólaslén, og það þarf svo virkilega Stóru-brandajól, til að svo geti orðið.
Búum okkur virkilega undir slénið næst, með reglubundnum æfingum í vetur. Þegar sléninu er náð, kemur þessi góði svefn, sem okkur er nauðsynlegur í skammdeginu, fátt veit ég betra varðandi líkamsræktina, en þessi góða skamdegishvíld. Þetta endurnærir hugann, fær okkur til að safna andlegum kröftum, sem við þurfum svo virkilega á að halda á næstunni.
En áfram með Jólaslénið, og áfram með laugardagsgöngurnar, höldum vöku okkar í baráttunni.........
Við megum engan tíma missa núna, og ekki megum við missa dampinn............
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 19:12
JÓL Í BETLEHEM 1978
Kannske eru Jólin mín í Betlehem mér minnisstæðust, alla vega með þeim minnisstæðustu. Við fórum með Kirkjukór Akraness til Landsins helga, og sungum á torgi Betlehem, þar sem kórar frá flestum löndum mætast og skila söngverkefnum sínum. Þetta var mögnuð upplifun, og eins og allir vita er afar erfitt að lýsa hughrifum, eiginlega ekki nokkur leið, en hún framkallast bara í manni sjálfum þegar hugsað er aftur. Man hvar ég stóð, man eftir haustveðrinu, man að mér var kalt á nefinu, man eftir ljóskösturunum, man í hvaða kápu ég var í, man í hvaða fötum dóttir mín var í, man hvað okkur gekk vel, man hvað Friðbirni gekk vel, og man síðan hvernig við eyddum kvöldinu.
Andstæðurnar sem við upplifðum þetta kvöld, voru miklar. Við fengum okkur kaffi á mjög frumstæðu kaffihúsi, settumst einni niður í nokkurskonar sölutjaldi, og fengum okkur eitthvað heitt að drekka man ekkert hvað það var, en þá dundu sprengjuhljóðin í eyrum okkar, og annara og mikill ótti greip sig í mannfjöldanum í borginni, við skothríðina, þetta gerðist skömmu eftir útsendingu tónlistarinnar sem öll var trúarlegs eðlis.
Við komumst að því, sem að við áttum ekki von á, að það var ekki eins jólalegt í Betlehem, og við áttum vona á, og auðvitað að jólin eru í okkur sjálfum. Bæði í stríði og friði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)