10.8.2009 | 18:54
ICESAVE............
Þeir sem ekki sammþykkja þennan samning, sem vonandi verður hægt að endurskoða eftir nokkur ár, eru að stefna þjóðinni í lægð, sem elstu menn, hafa aldrei upplifað.. Ef samningurinn verður felldur, get ég ekki séð að við skilum neinu nema því versta til afkomenda okkar.
Semjum hann barnanna okkar vegna. Nú verðum við að sjá glætu, eftir þessa 10 mánuði.......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2009 | 20:23
FYRIR LÍKLEGAST 15 ÁRUM................
Hlustaði ég oft á útvarpserindi sem nefndust "Um daginn og veginn". Þarna komu mjög oft góðir fyrirlesarar með góð erindi. Engan man ég samt, nema einn. Flutti hann kunnur maður í þjóðfélaginu, og mætur, að mér fannst. Hann var að fjalla um aldur, og það ferli að eldast. Tók hann á þessu þannig að ég snarhækkaði í útvarpinu, þegar ég heyrði frá hvaða hlið hann ætlaði að ræða þetta. Mig dreplangar að segja nafn hans hér, en læt það ekki eftir mér. En hann ræddi um muninn á sér ungum og gömlum, hvað áhugamálin væru ólík. "Þegar ég var yngri, var ég alltaf að fara á einhver námskeið, alltaf að búa mig undir þetta og hitt, alltaf að búa mig undir lífið", hann ræddi um að þessar þarfir hans væru ekki til staðar, hann væri hættur að fara á námskeið og þess háttar. Þess í stað, vildi hann nú, fara að undirbúa sig undir dauðann, sem væri hans stærsta vinna og okkar allra. Þessi maður er nú tiltölulega nýlátinn, og var aldrei talinn vera svartsýnn, aftur á móti er vitað að hann var mjög trúaður. Mér fannst þetta merkilegt, sjálf á námskeiðsaldrinum, veit ekki hvaða námskeið ég fór ekki á, var ekki alveg tilbúin að hætta námskeiðum, si svona. Hans skoðun var að undirbúningur hans feldist í því að skoða lífið, hann skoðaði þetta frá öllum hliðum og var þetta erindi mjög gott.
Ég reyndi að fylgjast með því sem frá honum kom meðan hann lifði, en ekki er ég komin jafnlangt í pælingum mínum og hann var, þegar ég hlustaði á hann, meðan ég var að vinna eldhússtörfin, að degi loknum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)