Forysta.

   Ég hef alltaf vanskilið þetta orð, eiginlega hefur það farið fyrir brjóstið á mér í gegnum tíðina, ég held endilega að fólk í forystu sé ekki endilega hæfasta fólkið, langt í frá.  Því miður. Þegar ég var barn í sveit, voru það allsekki bestu mjólkurkýrnar sem voru forystukýr í hópnum. Það var mér mikill lærdómur að komast að því.  Forystukýrin var jú ævinlega fyrst, hún einhvernveginn anaði áfram, án tillits til annara kúa. Þessi kú var nefnd eftir mér, þegar hún var lítil falleg kvíga, og var gífurlega lukkuleg með það.   Sem kýr tók hún stefnuna fyrir hópinn, var vel á sig kominn, bröndótt.  Mér sárnaði þessi asi á henni, og auðvitað gekk hún allar aðrar kýr af sér.  Ég var á hraða Búkollu, uppáhaldskýrinnar, róleg og silaleg var hún, enda mjólkaði hún gífurlega, og var þung á sér, eftir allan daginn á beit, og jórtri.  Ég dekraði við Búkollu kembdi og klappaði, þegar hún var kominn á básinn, og hún baulaði fyrir mig og hummaði í þakklætisskyni, enda vorum við síðastar inn í fjós. Þetta var stór hópur, um 25 stykki, með kvígunum.

  En kýrin nafna mín, var aldrei farsæl sem kú, þó hún væri forystukýr, hún reyndist mjólka illa, og ég ætlaði að sýna henni umburðarlyndi og umhyggju, en helv. á henni reyndist manníg með árunum.  Það varð því að lóga henni um síðir, ég man ekkert hver tók við forystunni, en allavega var það ekki bezta mjólkurkýrin, og engin af beztu mjólkurkúm fjóssins míns. Búkolla var gífurlegur heimsspekingur, hún var oft lúin, en ekki var hún forystukýr.

   Orðið forysta er hundleiðinlegt orð, alltaf er verið að nefna þetta orð í pólitískri umræðu, það þurfi sterka forystu, hér og þar.   Hvað með hina, sem vinna endalaust verkin á gólfinu, eins og við getum kallað það.  Eru flokkar þá ekki að leggja alltof mikinn kraft í þessa eilífu forystu.   Forystan brestur svo oft í flokkunum, og maður sér einn og einn hverfa úr forystunni bara si svona, að vísu með yfirlýsingur til að breiða yfir hlutina, ég tek það þannig.   Aftur á móti er ég mjög hrifin af orðinu, LIÐSHEILD..................


FLOKKADRÆTTIR

   Ekki datt mér í hug að þetta ætti eftir að gerast. Og ekki þýðir fyrir neinn að ætla að segja mér það núna eftir þennan landsfund Sjálfstæðismanna að það sé ekki eitthvað mikið að á þeim bæ. Auðvitað var það auðfundið að þetta var að riðlast.   Bjarni ekki nokkur maður til að standa í þessari formennsku, núna á þessum tímum, Pétur Blöndal fær þó þetta fylgi, en hann tilkynnti sig heldur ekki til kosningaslags fyrr en um morgunn kosninga.   Flokkurinn er hruninn, það er augljóst.  Það má svosem alltaf deila um úrsagnir, og finnst mér það svosem enginn hetjudáð að einhver einn segi sig úr undir svona kringumstæðum, eins og nú hefur gerst, en mjög margt gott ung fólk, er í þessum flokki sem ég hefði viljað sjá meira áberandi, og flokkurinn sjálfur hefði stutt sitt eigið besta fólk.   En það verða mörg ár, áður en þessi stefna nær sér á strik, því miður.  Þetta var góður flokkur í den, verð ég að segja.  Það er liðin tíð, og gildir ekki í dag, að setja forystuna á einhvern einn einstakling, eða tvo.   Mér er ekki nokkur leið að skilja hvaða hugur liggur á bak við atkvæðin sem féllu til Péturs, það er bara ljótur leikur hjá Sjálfstæðismönnum.   Frú Norðdal, er flott kona, hún hlýtur að hafa einhverja sterka á bak við sig, einhverja vinnu hefur hún unnið fyrir flokkinn, en ímynd flokksins er alveg á floti, um þessar mundir. 

   Í dag er ég mjög fegin að Hanna Birna, fór ekki í þennan slag, það þarf að standa vörð um þá konu.  Sjálfstæðismenn eru ekki neinir snillingar í því, þeir eru alltaf að leita að einhverjum sem á að fara á stallinn, samanber þessar hryllilega hallærislegu myndir sem birtar eru þegar sigur er unninn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband