29.3.2009 | 12:59
Dagur nýr varaformaður..................
![]() |
Dagur nýr varaformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 20:23
ÚR NEYTENDABLAÐINU.
Sígandi lukka er best
Þegar horft er til framtíðar telur Ólafur Darri að þrátt fyrir mikinn vanda sé margt jákvætt sem gleeti hjálpað okkur: Þrátt fyrir hrunið erum við ein ríkasta þjóð í heimi og búum yfir miklum auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum, orkuna í fallvötnunum og jörðinni og mikinn mannauð. Við getum því verið fljót að vinna okkur út úr vandanum. Samhliða því að við tökumst á við aðsteðjandi bráðavanda verðum við að ákveða hvernig við ætlum að tryggja hér stöðugleika og byggja upp góð lífskjör og öflugt atvinnulíf til framtíðar. Eitt af ´því sem hrunið hefur kennt okkur er, að við getum ekki komið á hér stöðugleika með því að halda í krónuna. Við þurfum því að ákveða hvað kemur í stað krónunnar. Þar blasir við að innganga í Evrópusambandið og upptaka evru er langbesti kosturinn í stöðunni, EF VIÐ FÁUM VIÐUNDANDI UNDANÞÁGUR Í SJÁVARÚTVEGSMÁLUM- OG LANDBÚNAÐARMÁLUM.(leturbr. mín)
Þetta segir Ólafur Darri Andrason í grein í Neytendablaðinu mars s.l.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 22:39
AÐ VERA ÚTKJÁLKALEGUR...............
Ég eins og fleiri, fór loksins á bókamarkaðinn, með vel herta teygju utan um budduna, sem þýðir að vel þarf að hugsa áður en framkvæmt er. Minnug eyðslusemi minnar í gegnum árin, og full af bótavilja. Ég kom út með aldeilis feng finnst mér. Ég kippti með mér bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, sem heitir UNDIRSTRAUMAR, útgefin 1999, sem er safn greina og fyrirlestra. Margir vita að Dagný er bókmenntafræðingur, og rosalega mælsk og liggur ekki á sínu, og er bara óhrædd í skilgreiningum sínum. Ég datt í þessa bók. Dagný er auðvitað að fjalla um bókmenntir í þessu hefti, og í þeim kafla sem fjallað er um bókmenntir níunda áratugarins, í fyrirlestri sem ber nafnið HVAÐ GERÐIST. En mergjuð eru skrif hennar. Oft dettur maður niður í eina setningu, sem hittir svo í mark hjá manni að sú setning gleymist manni ekki. Ég minntist gamals pófessors sem ég sat í fyrirlestrum hjá, sem einatt hamraði á að við yrðum að geta sett fortíð inn í samtímann. Ég staldraði því við, þessar setningar Dagnýjar, í lokakafla hennar.
Að lokum langar mig til að fara nokkrum orðum um það sem skrifað var um það sem skrifað var á níunda áratugnum eða bókmenntaumræðu tímabilsins. Danski bókmenntafræðingurinn Kjell Gald Jörgensen segir svo: "Eitt er það sem einkennir Íslendinga er hvað þeir eru útkjálkalegir. Það þýðir að þið teljið ykkur ekki þurfa að fylgja straumum meginlandsins, og þið getið haldið áfram að skrifa bókmenntir með Íslendingasögurnar sem fyrirmynd, og kennt bókmenntafræði útfrá fílólógíunni, en látið nýjar aðferðir og nýjar stefnur næstum því afskiptalausar". Þetta er nátturulega hárrétt hjá Kjeld og má segja að glöggt sé gestsaugað. Og kannske þarf ekkert gestsauga til að sjá hve landlæg andstaðan gegn fræðikenningum er á Íslandi, hve sterka andúð menn hafa á, að talað sé um táknun og táknkerfi. (Tilv. lýkur)
Það sem mér finnst við svo oft vera útkjálkaleg, við erum svo útkjálkaleg að það tekur engu tali, það er það sem ég er svo óánægð með í landanum mínum. Við teljum okkur alls ekki þurfa að fylgja straumum meginlandsins, við höfum ekki tekið neinum framförum í þeim efnum. Þeir sem það gera eru í augum margra grobbnir, snobbaðir, yfirlætislegir og ég veit ekki hvað og hvað.
Nei nei enga strauma frá meginlandinu takk, þetta eru allt fífl, og þeir sem það best vita eru þeir sem aldrei hafa hleypt heimdraganum..................................................
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2009 | 01:03
AÐ VERA STARFSMAÐUR...................
Kolbrún, blaðamaður Moggans, hefur nú greinilega verið á fundi með sínum stjórum, og hefur nú bara tekið á sig rögg og eins og ég sé það hefur hún nú loksins séð að nauðsynlegt var að breyta um stíl, og svona til að sýnast að taka sinn flokk smávegis í gegn.
Henni tekst þetta vara ágætlega í dag, en einhvernveginn sér maður í gegnum skrifin, að ekki nokkur meining er á bak við þessa vægu gagnrýni, en það mátti reyna.
Annars hef ég alltaf gaman af Kolbrúnu, og þá meina ég gaman.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 20:15
AÐ KJÓSA HRUNIÐ.........................
Bara benda þeim á sem ekki máttu vera að því að lesa Fréttablaðið í gær...................
Greinina hans Guðmundar Andra Thorssonar í því blaði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 00:01
AÐ GEFAST EKKI UPP..
Núna, og hugsa bara "Þetta lagast", halda áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, og horfa út í himinngeiminn, fyrirgefa þeim, sem virkilega ætlast til að þeim sé fyrirgefið, eins og smábarni, og lofa þeim sem biðjast fyrirgefningar að halda bara áfram. Já já, allt í lagi, ok þá.......... Ef fyrirgefningarbeiðni er ekki merkilegri en það, þá er ég með alrangan skilning á fyrirgefningarhugtakinu. Fyrirgefningarbeiðni pólitísks afls í aðstæðum sem okkar, ef algert virðingarleysi fyrir því hugtaki, og fyrirgefningunni sem slíkri, og þá manneskjunni í leiðinni. Ég er auðsæranleg um þessar mundir innan pólitisks ramma umræðna, og er sár út í heilan flokk sem ætlar bara að biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með partýið. Ég sem ætlaði að biðja heila þjóð afsökunar á því að ég hefði kosið þennan flokk, of lengi. Fór einhvernveginn að asnast til að kjósa flokkinn, þar sem önnur öfl í pólitíkinni gliðnuðu, fannst mér.
Í dag sé ég að það eru fleiri sem geta stjórnað þessu landi okkar en D-listinn, við eigum ógrynni af afar góðu fólki, og við erum öll gott fólk. Allir eru í eðli sínu góðir.
Í dag er mikið atriði hverjum við treystum, og við getum ekki treyst þeim flokki sem teymdi okkur þessa leið, öðruvísi en undir stjórn annars hóps. Enginn er þó að segja að D-listinn hafi á einhverjum þrjótum að skipa. Það er svo leiðinlegt þetta skítkast, og eiginlega mjög gamaldags. Þetta var í hátísku fyrir 40 árum, í eldhúsdagsumræðum útvarpsins, og í dagblöðum þess tíma. Jafnvel menn hötuðust vegna andstæðra skoðana í pólitík.
Það er bráðnauðsynlegt að skipta núna.................................................. eftir áralanga stjórn hægri aflana.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 23:05
ÞAÐ KEMUR MÉR Á ÓVART.....................................
Hversu húsbóndaholl við erum, ég vil ekki trúa því á þjóð mína að hún ætli að styðja Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum, við getum ekki verið þekkt fyrir það, við getum ekki verðlaunað þessa stjórn sem hefur hegðað sér með þeim eindæmum sem hún hefur gert.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að bíða afhroð, og það mikið, svo hann skilji hversu óánægðir margir eru. Ef Sjálfstæðisflokkurinn bíður ekki afhroð, er það aldeilis saga til næsta bæjar. Við erum búin að gera okkur að fíflum, og tapa trausti, og höfum öðlast vorkunnsemi hjá þeim þjóðum sem vilja okkur best. Það er núna sem við verðum að ganga að kosningakössunum, með minningar liðinna mánuða í huga. Það er stundum ekki hægt að fyrirgefa, og alls ekki á þessu stigi hinnar sálfræðilegu kreppu fólksins okkar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)