HEILSUVERNDARSTÖÐIN.

   Það sem ég var ánægð þegar ljóst var að það hús skyldi áfram nýtast sem heilbrigðisstofnun. Gríðarlega margir voru vægast sagt miður sín, eftir söluna á því húsi, og meðan óljóst var hvert yrði hlutverk þess húss, sem mikið var nú gagnrýnt þegar verið var að byggja það. Einar, ég man ekkert í bíli hvers son hann var, en Einar dipl.ing., teiknaði það ásamt fleiri góðum byggingum, sem ég verð við tækifæri að rifja upp, svo ég fari ekki með rangt mál.  Húsið var þrauthugsað frá hans hendi, og aldrei hefi ég komið í fallegra anddyri stofnunar þessa tíma, ekkert flóknara en það, en Einar lagði skýrar reglur um liti á veggjum og gólfum . Og allt útlit.  Þegar berklavarnadeildinni var breytt þe húsnæði þeirrar deildar að mestu lagður undir heilsugæslustöð Miðbæjar, hvarf menningararfur, sem ekki verður aftur tekinn, því miður, það var mjög erfitt að horfa upp á þau verðmæti brotin niður. Þarna var saga berklavarna á Íslandi, sem er einstök, og var höfð til viðmiðunar erlendis.

   Innan veggja þessa húss var gífurleg jákvæðni meðal starfssfólks og framsýni til heilsugæslu. Unnið var af miklum faglegum metnaði, og valinn maður í hverju rúmi. Þegar ég lít aftur til sjöunda áratugarins, þegar hvert einasta horn hússins var nýtt, til hins ýtrasta, verður mér svo hlýtt um hinar svokölluðu hjartarætur, hvað sem það nú annars er.

   Sagan endurtekur sig, húsið hefur fengið sama hlutverk og það hafði í fyrstu, nema í dag heitir húsið Heilsuverndarstöðin.is, og er stofnunin einkavædd, ég ráðlegg öllum sem detta inn á þessa síðu að skoða hana, þetta var góð lausn og virðulegt hlutverk til handa þessum unga öldungi, Heilsuverndarstöðinni.  


HÚS JÓNS ENGILBERTS

   þAR SLUPPUM VIÐ EKKI FYRIR HORN, þar var borgarsjórn, sem algerlega missti af að kaupa það hús á slikk,mér var mikið um að sjá þetta fallega hús falla til kaupenda á slikk. Þar hefði borgin getað sett upplistasafn í húsi þessa merka manns.

   Mér varð eiginlega um megn að vita og fylgjast með að borgin missti þetta úr höndum sé vegna algers andvaraleysis. Falleg teikning, og góður sýningarsalur, fékkst á skitnar 14 millionir, og verð ég að viðurkenna að ég hefði viljað eiga það hús til leigu fyrir myndlistarmenn, góður salur, vinnusalur hins virta listamanns.

   Mæli með bíltúr um Flókagötuna.

   þar var borgin sko aldeilis ekki á varðbergi.............................


AÐ SLEPPA FYRIR HORN (Austurbæjarbíó)

   Eitthvað var það sem rak mig í að hugsa aftur í tímann með menningarhúsið Austurbæjarbíó, að við skyldum rétt sleppa fyrir horn með að massa það niður. Ég var í óskaplegu óyndi meðan þær umræður stóðu yfir, og virtist stefnan að mala það niður ætla að verða ofan á, en einhvern veginn komu einstaklingar að málum, sem gátu spyrnt við. Ég var samt alls ekki viss um af hverju ég vildi að það væri eins og það er, og helst eins og það var, þar sem inn í dæmið tók ég persónulega reynslu mína af þessu húsi, mér fannst allt hafa gerst í Austurbæjarbíói, gott ef mér finnst það ekki ennþá, ég á, eins og svo margir austurbæingar, svo margar minningar þaðan.  Ég á til dæmis mjög erfitt með að sjá, að ef ekki hefði verið sú starfssemi sem þar var á fimmta og sjötta áratugnum, þá væri eiginlega hálfþurrt að horfa til þess tíma.

   Ég veit ekki hvort það var flótti frá gráum hversdagsleika, að komast í bíó, vita af móður minni fara í bíó, og þá oftast einni, eða hvort það var einhver vakning innra með manni að eitthvað var að gerast annað en Njálsgata-Barónsstígur.  Nær er mér að halda að halda fram að heimurinn var stór.  Allt var svo flott. Sætin voru svo fín. Að ég tali nú ekki um stemninguna bæði fyrir utan og innan, allt brjálað þegar ljósin slokknuðu, drengir blístruðu, og almenn sæti sem fremst voru, og ódýrust, voru auðvitað vinsælustu sætin, svo hægt væri bókstaflega að gleypa í sig skjáinn. Fyrir utan voru ýmsir drengir, mér afskaplega minnisstæðir, sem skiptust á hasarblöðum, seldu og keyptu, og gerðu góðan "Business". Minnisstæðastir eru mér Nonni og Gummi, mér talsvert yngri, en sterkir strákar, í víðasta hugtaki þess orðs.  Þarna var mikill hasar, ekki voru samt allir foreldrar ánægðir með þessi áhrif bíósins, en við systkinin vorum heppin. Örugglega hefur ekkert foreldri viljað barninu sínu það, á þessum tíma að falla fyrir þeim heimi, að gerast t.d. kvikmyndastjarna, foreldrar þessa tíma voru alltof borgaralegir til þess, allt að því smáborgaralegir.   Hugsandi menn lástu tildæmis Halldór Laxness og Þórberg,aðallega, höfðu sínar sterku skoðanir bæði pólitískar, og menningarlegar, og eiginlega finnst mér í dag þeir oft hafa verið óttalegir eintrjáningar í þeim efnum, með allri virðingu fyrir þeim góðu mönnum.  Þarna var virkilegt feðraveldi, það verður að viðurkennast, skoðanir feðranna voru réttar, yfirleitt, sjálfsmynd konunnar, var tengd hlutverki þeirra sem húsmæðra og mæðra.  Líf margra kvenna byrjaði ekki fyrr en þær gengu í hjónaband, og líf þeirra var lífsstarf mannsins sem húsbónda og föður.

   Austurbæjarbíó, var vettvangur hluta sem voru alltöðruvísi, það voru allt aðrar ímyndir sem sjáanlegar voru þar, jafnvel þó amerískar væru, það voru sunddrottningar, skautadrottningar, sjálfstæðar litlar stelpur sem þorðu að segja meiningu sína á kurteisan hátt við húsbóndann. Komu í ljós stúlkur og konur sem völdu sér eitthvert hlutverk.  Mér finnst þetta eitthvað svo athyglisvert í dag, en auðvitað var þetta bara byrjunin á því sem koma skyldi, og góðir hlutir gerast nátturulega mjög hægt, og hafa alltaf gert.

   En mikið er ég annars fegin yfir því að okkur skyldi lánast að jafna ekki þetta hús við jörðu...

   Mæli með kvikmyndinni BÍODAGAR.


GENGISFELLING...................

   Þar fór barátta launamanna fyrir bí, seinustu samningar sem upp var slegið í dagblöðum, sem geysilegum sigrum, eru bara horfnir, bara rétt si svona.  Eflingarstarfsstúlkan sem vinnur á elliheimilinu, þykir gífurlega vænt um skjólstæðingana sína, vinnur í þágu stofnunarinnar sinnar, tárast þegar hún fær launaseðilinn, er alltaf jafnbjartsýn þegar "búið er að semja", segir alltaf "þetta lagast" eða "þetta er bara svona", allavega segir hún það í miðjum mánuðinum.  Er með kvíða þegar líða tekur að útborgunardegi, brotnar þegar hún sér launaseðilinn sinn, jafnvel að dregið hefur verið af henni þar sem hún kom kortéri of seint í vinnuna, jafnvel þó hún hafi unnið það allt upp á vaktinni.  Verður að hamast til að þetta gangi, vegna manneklu, verður að vera "næs" allsstaðar, og verður að vera góð....

   Fullorðna konan, sem sextug segir mér, að henni hafi nú tekist að nurla saman einni millíon í gegnum þessi 20 ár sem hún hafi verið vinnandi við þessi störf, fyrir utan að halda heimilinu sínu gangandi. Jú með því að taka endalausar extravaktir, þegar hún átti til dæmis helgarfrí, eða jafnvel bætti átta klukkustundum við þær átta sem hún hafði skilað.

   Fullorðna konan sem keypti hlutabréf í Exista þar sem hún hugsaði með sér að reyna að vera manneskja með manneskjum, og eyddi 100.000 krónum, þar sem hún treysti "þessum mönnum" fyrir einum mánaðarlaunum, sem breyttust í 50.000 á einu ári, þe sama dag og hún fékk útborgað, sama dag og lánin af litlu íbúðinni hennar hækkuðu, sama dag og millionin hennar hætti að skila 7% hagnaði, heldur bara áfram að hamast, líklegast þar til yfir lýkur. Tek það fram að konan er einhleyp þegar þetta er í gangi, hvort sem hún var það áður eða ekki.

   Hvar erum við konur???

   Hvenær ætlum við að fara að sinna þessum konum sem hugsa um mæður okkar og feður???

   Hvenær ætlum við að hætta að tala um konurnar í stjórnunarstörfunum, þe hversu margar konur eru í hinum og þessum stjórnunarstörfum???

   Hvenær ætlum við að berjast fyrir konurnar á göngum heilbrigðisstofnananna, þe verkamannanna á göngunum????

   Hvar erum við staddar???


ÉG VERÐ AÐ SEGJA EINS OG ER AÐ.........

Mér brá soldið við þegar ég las færslu Salvarar um stóra slummið Reykjavík, hafandi verið á lóðinni minni í hálfu sjokki yfir plastdræsunum sem þar eru. En það er ekkert sem ég gert annað en að hreinlega taka til.  Veðrið dásamlegt, gróður víða að taka við sér, og "plastdræsur" á víð og dreif um tré umhverfisins, þar sem á annað borð eru tré.  Meira að segja í þeirri hæð að ekki er nokkur leið að fjarlægja þær, maður verður bara að bíða þar til virkilega hvessir......... En það hvessti svo sannarlega í vetur, það mikið að plastdræsan sem var í fjögurra metra hæð, og hafði verið í tvö ár fauk,  bara si svona, og þurfti einstakt hvassviðri til þess, og til þess einnig að brjóta niður tré.   Ég andmæli því að slummið sé þar sem plastið er, það er bara nokkuð sem við verðum að taka á sjálf, og ég verð að segja það að ég hefi grunaða unglinga kaupstaðarins, sem halla sér uppað girðingum í afslappelsi eftir skólann.

   En ég bara nenni ekki að ergja mig á því, þetta er bara svona og ekkert nema að taka til, það er svo dásamlegt þegar snjó bræðir, fuglar syngja, og arfinn blessaður kíkir, og maður hugsar " nú er bara að reyta nógu snemma".

   Hvað er slumm??? og afhverju er slumm???

   Mér datt það bara í hug........................


IVANOV............BRÚÐGUMINN

   Dugnaður okkar hjóna var mikill um helgina, .þannig lagað, enda hið besta ferðaveður úr Kópavoginum til höfuðborgarinnar. En við áttum miða á IVANOV og var ég alveg hugfangin og er enn í dag þriðjudag.  Ekkert, verð ég að segja hvílir mig jafnmikið og að fara í leikhús.  Að vísu er ég ekki gagnrýnin, þar sem ég er eiginlega alæta á þessa hluti, og hef verið lengi.   Kannske er ástæðan sú að fara í leikhús, vekur upp gamlar og góðar minningar, en ég var svo lánsöm að vera sætavísa í sal þjóðleikhússins, sem ung manneskja á sjötta áratugnum.

   En IVANOV svíkur engann, leikmyndin alveg stórkostleg, og ég gat ekki séð nokkurn einasta veikan hlekk í sýningunni, ég hef verið að hræra í mínum heila og ekki getað fundið neitt sem vert er að benda á allavega ekki á prenti.  Að vísu getur eitthvert smáatriði pirrað mann, en þarna var svo mörgu komið áleiðis.  Mannlegar pælingar djúpar, en settar fram á léttan hátt, og einfaldaðar fyrir okkur sem viljum einfalda til að skilja.

   IVANOV sem sorgbitinn maður í höndum Hilmis Snæs, eru ógleymanleg atriði.   Ég verð að segja eins og er, þó enginn leikari vilji kannske láta miða sig við næstu kynslóð á undan, en þarna sá ég Gunnar Eyjólfsson fyrir mér einnig í leikritinu "Horfðu reiður um öxl", leikur Hilmis í IVANOV er jafn minnisstæður og áðurnefndur leiku Gunnars á sjötta áratugnum. Það segir mér mikið. Leikmyndin ótrúlega vel leyst. 

   Ekki var verr að skella sér daginn eftir á brúðgumann í annað sinn, (Soldið dýrt.... en), sem að mínu mati toppar allar íslenskar myndir, þegar allt er tekið með. Ég er mjög hrifinn af húmornum í þessari mynd, fullkominn farsa og aulahúmor, unnin af fagmönnum. Hárfín atriði sem koma manni á óvart, að ég tali nú ekki um, hvernig mannlegum þáttum er skilað í hverri persónu.........FÁDÆMA GOTT FÓLK SEM VIÐ EIGUM.


AÐ VERA Í HAGKAUPSSLOPP EÐA VERA EKKI Í ........

   Ótrúlegt uniform það,  en gríðarlega hagkvæmt, það er nú það, og svei mér þá ef sloppurinn er ekki í endurnýjun árdaga í dag, ekki sem vinnusloppur húsmóðurinnar, heldur nýjasta tíska.   Allir þessir skokkar, og eins og kallað var í mínu u.... baby doll stíll, sem herjað hefur í tískuheiminum, og einhvernveginn fær maður sig ekki til að prominera í gömlu mynstrunum, hversu flott sem þetta nú er, meira að segja litirnir, maður lifandi, "Hvað er nú þetta, átti ég kannske að geyma sloppana?", reyndar var það ekki hægt, svo útslitnir voru þessar elskur, sem björguðu okkur frá því að vera ekki mjög hallærislegar í hinum svokölluðu morgunverkum, sem hjá mörgum teygðust fram eftir nóttu. Útslitnir, er kannske ekki alveg það rétta, en þeir urðu afskaplega lúnir, efnið óslítanlegt, en litarbreyting varð með aldrinum, þe sloppsins.   Ennfremur áttu hnappagöt það til að gliðna, því auðvitað voru þetta meðgöngusloppar, þar til pláss var ekki frekar til, Litarbreyting beint framan á maganum, hjá allavega þeim sem höfðu þennan hefðbundna vöxt 100-60-100.   "Nehei,, ertu búin að fá þér nýjan?" Ég hefi ekki séð þetta mynstur áður!!!  Nú var um að gera að fylgjast með mynstrunum, ekki var hægt að láta sjá sig í sama mynstrinu, svo árum skipti, (Þó að öðru leiti væri hægt að gera það, allavega sloppsins vegna), auðvitað varð maður að skipta út, allavega eftir hvern barnsburð, skárra væri það nú, maður mætir sko ekki í sama hagkaupssloppnum út á pall, fyrir og eftir, á leið með eithvað af börnunum á leið út í vagn, ekki nú aldeilis.  Ótrúlegt CUP hjá hagkaupum, sloppar í þúsundavís.  Undirrituð nældi sér í einn með gráum grunni, ekki var manneskja í götunni í svona gráum, og það með frönsku mynstri, og undirrituð var alsæl með þennan orginal slopp, jafnvel þó hún væri ekkert fyrir grátt, eiginlega aldrei verið ánægð með þann lit, en tilgangurinn helgaði meðalið, og sígaretturstrókurinn alveg í stíl útúr konunni..........

ALLT VAR ÞETTA NÚ ALDEILIS INDÆLT....................

   Stríð, þeas stríð konunnar þessa tíma, við rifum okkur niður af eldhúsborðinu, ´öskubakkanum og yndislegheitum þessa tíma. Vorum auðvitað fyrir löngu búnar að henda Hagkaupssloppunum, að ég tali nú ekki rúllunum, þannig lagað, ýmsar okkar nota rúllurnar enn þann daginn í dag, en það er aukaatriði. En permanettið reddaði þessu öllu saman. Út á vinnumarkaðinn og það eins og skot, hið hefðbundna heimilishald varð allt í einu afskaplega gamaldags, og uppeldið hjá mörgum, byggðist á hvað barnið vildi gera, læra og þar fram eftir götunum.  Mikil áhætta var tekin í barnauppeldi víða, þar sem vilji barnsins var stundum látinn ráða,"þó blessað barnið" hefði ekki hundsvit á því.    Konur sýndu samstöðu, streymdu í öldungadeildina, þær sem ekki höfðu haft tækifæri, eða einnig vegna skilningsleysis foreldra höfðu ekki getað komist í hina eiginlegu menntaskóla, höfðu farið aðrar leiðir, ekki síðri, að mínu mati, en báru í brjósti sér komplex, þess efnis að ekki væri manneskja með manneskjum, sem ekki hefði hið hefðbundna stúdentspróf. Þeir sem þverskölluðust voru afspyrnu sérviturt fólk.  En þegar aftur fyrir er litið, þá voru þetta gríðarlega skemmtilegir tímar, mér finnst ég sjá konur hlaupa útum allt.  Toppurinn var þó þegar Vigdís bauð sig fram til forseta og sigraði, það er bara ekkert flóknara en það, við eignuðumst foringja sem virkilega var okkar foringi, hvar sem hún kom.  Þar með var okkur borgið, okkur konum hér í þessu landi.  Það þurfti ekkert að ræða það frekar hvað var kvennabarátta.

   Ég get ekki annað en nefnt hana Auði Eir, sem enn er í framvarðasveit okkar, fyrir utan allar hinar sem tekið hafa að sér störf, sem þóttu aðeins karlmönnum bjóðandi. Sú kona, þe Auður er að mínu mati sú sem hefur brotið blað í Íslenskri sögu svo um munar....

   Ég lýk þessum hugleiðingum mínum um þennan tíma, en mikið er nú gaman að hugsa aftur í tímann til kvenna í brautryðjandastörfum.  Og ég vildi óska að betur væri hugsað um þær konur sem vinna störfin á göngum spítalanna, þeirra sem hugsa um þær konur og menn sem ruddu brautina...................................


KVIÐKMYND BALTASARS, BRÚÐKAUPIÐ.

   Ekkert smá skemmtileg, mér finnst ég ekki hafa séð svona góða Íslenska mynd lengi.  Hún er gríðarlega myndræn, uppfull af frábærum "senum". Leikarar á flugi, og leikarar í dramatík.

   Nú fer ég að sjá IVANOV á laugardaginn, komumst ekki fyrr, en það er eitthvað sem ég hlakka mjög mikið til að sjá.

   SÓLARFERÐIN bíður um sinn. En stefni að því stykki mjög fljótlega, þar sem ég gaf miðann sem ég átti.


HIPPATÍMABILIÐ....

   Vietnamstríðið olli auðvitað öllum bæði áhyggjum og heilabrotum, hafði áhrif alla leið hingað, stríðsreksturinn kominnn inn á borð hinnar fámennu íslensku þjóðar. Við vorum allt í einu með í slagnum.   Sterk tískubylgja yfirtók rosalega. Twiggy fyrirmynd ungra stúlkna, og jafnvel okkar mæðranna, og mæður alveg á kafi í að lita boli, sauma sailor-buxur og poncho voru hekluð í stórum stíl á börn og jafnvel fullorðna, svo ekki var hægt að segja að áhrifin væru ekki innan hins borgaralega heimilis á Íslandi.     Mikil uppsveifla var á hárgreiðslustofum, engin kona með konum nema vera með villt permanent, það var góð tíska finnst mér.  Við sem vorum eldri en 68 kynslóðin vorum svona í jaðrinum hvað tískuna snerti.

   Upp risu sjálfskipaðir spekingar, misvitrir.   Stórgóð skáld komu einnig fram, að ég tali nú ekki listmálararnir, súmmararnir, það voru komin önnur gildi.   Það var eitthvað í gangi sem hristi upp í manni.   Maggi gerði afsteypu úr kopar af brjóstahaldara, frábært verk, og kvennabaráttan fór í gang.   Sjálf gleypti ég hana ekki alveg, en einhvernveginn síaðist þetta með eftirmiðdagslestri Helgu heitinnar, "Ég er  forvitin rauð". Fyrstu þættir hennar í útvarpinu ýttu aldeilis við okkur heimavinnandi konunum, en þar kom að ekki var annað hægt en að hlusta á þessi erindi.

   Því miður, skilaði kvennabaráttan ekki því inn sem hún hefði best gert, almennu konunni. Þær konur sem voru heimavinnandi, höfðu ekki frið samvisku sinnar vegna, þær voru nú allt í einu komnar með samviskubit og sektarkennd yfir að vera "bara heima", og allt í einu voru konur komnar í einhverja leiðinlega vinnu utan heimilis, þó þær væru ekkert sérstaklega æstar í það, og ennfremur kannske mjög óhagstætt peningalega séð. Uppsveifla varð hjá dagmæðrum sem spruttu eins og gorkúlur útum allt.   Allt var betra en að vera bara heima.  Það varð ótrúleg ferð á konum þessara tíma.  Margt opnaðist uppá gátt og konur fóru að vera talsvert meira í félagsmálum en áður, ekki bara í vinnu heldur og í allskonar félagsmálum þess utan.

   Samt voru áfram sömu kröfur á konur og áður, þær skipuðu oftast lykilhlutverkið á heimilunum, höfðu áfram sömu stöðu innan heimilis sem aðal forsvarsmenn heimilishalds, sáu áfram um börnin að mestu leiti, sáu um tengslin innan stórfjölskyldunnar, sáu um allan þvott, krafa var gerð á þær um að hugsa um mæður sínar, tengdamæður og jafnvel afa og ömmu, ekki það að stórfjölskyldan hafi búið öll heima, en tengslin sá konan áfram um, ekki nokkur spurning. Að mínu mati var þetta ekki gósentímabil á heimilum þessa tíma.    Í kjölfar lækkuðu laun karlmanna, og reiknað var með innkonu tekna konunnar í samningum við hin almenna karlmann á vinnumarkaðnum.    Brátt var komið svo að allar konur URÐU að sveifla sér útá vinnumarkaðinn.....................


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband