Stefán Islandi

   Ég var svo lánsöm að kynnast þessum manni. Það var um 1969, kynntist honum þá sem heimfluttum manni, sem fékkst við kennslu. Kynntist einnig konu hans, Kristjönu, og áttum við mjög góðar stundir saman. Hann hafði mjög margt umfram aðra menn og konur. Kom frá Kaupmannahöfn, hafandi verið ráðinn þar við Óperuna þar til margra ára, og ég bar mjög mikla virðingu fyrir þessum manni, sem fluttist hingað til Íslands, eftir þessa löngu veru sína í Kóngsins Kaupmannahöfn. Stefán hafði framkomu sem var mjög heillandi, beinn í baki, án allrar tilgerðar, einlægur, en hafði ennfremur sterka sjálfsvitund.

   Eitthvað sem var svo lærdómsríkt. Hans vera í Kaupmannahöfn var mér kunnug, bara frá heimili mínu, eitthvað sem ég nam frá móður minni, við vissum alltaf systkinin hver þessi maður var, og vissum vel vegna hvers hans nafn var í hávegum haft á Íslandi.

   Þegar við Friðbjörn gengum í hjónaband, forðum daga, í Víðimýrarkirkju í Skagafirði, um sumarið 1969, var Stefán svaramaður annars hvers okkar, ég man ekki hvurs.... Skipti engu máli, en alla vega var hann meðal okkar sem svaramaður. Höfðum við mætt honum á Sauðárkróki, þar sem hann spurði okkur hvert erindi okkar væri á Króknum, vorum við ekki lengi að svara, en jafnframt tilkynntum honum, að okkur vantaði svaramann, var okkar maður ekki lengi til, lyftist allur, og bauð sig fram.  Þeir vinirnir Eyþór Stefánsson og Stefán Íslandi, voru miklir vinir, þekktum við Friðbjörn hann Eyþór fyrir.   ´Við Víðimýrarkirkju hittum við Stefán, og gekk brúðkaup í garð.... Það varð óskapleg veisla því miður treysti ég mér ekki til að birta hana hér á bloggi, en ég veit að margir muna hana, og læt ég það nægja........ Alla vega í bli...


HEIMIR.......STEFÁN ÍSLANDI

   Þetta voru með eindæmum góðir tónleikar, með þeim Heimismönnum áður en ég skrapp til Noregs. Skagfirðingar eru með eindæmum hressir náungar, það verður ekki af þeim skafið. Eitthvað svo blátt áfram og skemmtilegir. Miklu skemmtilegri en aðrir fjórðungar landsins, verður að segja eins og er, af hverju veit ég ílla, en er stundum að pæla í, hvað það er. Skagfirðingar eiga tildæmis mjög miklu auðveldara að ræða við hvern annan um allt og ekki neitt, geta bara rabbað um hitt og þetta án þess að vera mjög persónulegir. Segja til dæmis miklu oftar en aðrir já, og svo áfram, eru ekki móðgunargjarnir, langt í frá, eitthvað svona óskaplega auðveldir að tala við.Hlýlegir svo af ber.

   Og hvað það var skemmtilegt að hlusta á þá í Langholtskirkju, ekki lítið..., alltaf jafn innilegir, og kátir. Það var ekki verið að taka sig of hátiðlega, komu bara fram sem strákarnir að norðan. Álftagerðisbræðurnir góðu, komandi til dyranna eins og þeir voru klæddir, eða eru klæddir.....

   Allt í einu varð ég óskaplega mikill Skagfirðingur, hugsaði aftur í ættir, alveg aftur í 5. lið, og hugsaði til strákanna, ohh jess, mínir menn, þó ég ætti ekkert í þeim. En svona er þetta með hjartað í okkur öllum, sem slær hraðar, á góðum stundum.

   TAKK FYRIR HEIMISMENN..........

 


KILJA EGILS

Reglulegir konfektmolar þessir þættir Egils.

   Ég hefi fylgst með henni Kolbrúnu í gegnum tíðina og fáir eru jafn "spontant" ef ég má sletta, Kolbrún er án allrar tilgerðar og þorir að setja fram tilfinningu sína þegar að áliti hennar kemur. Mér fannst hún virkilega segja ákveðna bitastæða hluti um þær bækur sem fjallað var um án þess að vera neikvæð.

   Egill virðist hafa alveg sérstakt lag á að gera þætti sína spennandi, og halda fólki við efnið, ennfremur að nýta tímann til fullnustu, og ekkert er verið að eyða dýrmætum mínutum í einhverjar þögular spekulationir. Egill vinnur sína vinnu vel. Við áttum mjög marga lélega spyrla og þáttagerðarmenn hér á fyrstu árum sjónvarps, en það var kannske á þeim tíma þegar menn tóku sig mjög alvarlega, ég verð að segja forseta vorum það til hnjóðs að hann var ekki sá allra skemmtilegasti þáttagerðarmaður sem við áttum í den, margt annað sem lá betur fyrir honum að mínu mati, en það að vera spyrill.

   Bragi góður, en verst þykir mér að ekki hafi hann fengið greitt púrtvínið, og mjög gott að segja okkur frá Vilhjálmi Þ., gott fyrir margt yngra fólk sem ekki veit um þennan tíma, hvernig Vilhjálmur fór að. Þetta var alltaf svo hátíðlegt, og gott ef mann langaði ekki bara til að segja "Jesssss" þegar upp var staðið frá sjónvarpi við lokakveðju Vilhjálms.

   Best var þó að fá að heyra aftur yfirhalningu Guðbergs sem hann færði collegum sínum á rithöfundaþinginu 1987, auðvitað olli þetta hneykslan þá, en í dag????  Mér fannst þetta eitthvað svo rétt hjá honum Guðbergi, hann var að láta í ljós hluti, sem auðvitað hefðu mátt liggja kyrrir, eins og margt annað sem satt er, en Guðbergur er opinskár og stóryrtur og langar svona innst inni, hefi ég á tilfinningunni að varpa sprengju inn í hóp, og er það ekki alltaf svo gaman???  Það hækkar soldið blóðþrýstingurinn, og partýið fer kannske að verða soldið skemmtilegt, og hann þorir að taka þá ábyrgð á sig að hræra uppí fólki, sem kannske er alveg að sofna yfir háfleygum orðum sem sett eru fram, og oft lítið frumleg.

   Gott hjá Agli að sýna okkur þetta......................................


SÓLARFERÐ GUÐMUNDAR STEINSSONAR

   SÁ ÞETTA LEIKRIT 1976, OG KEM ALDREI TIL MEÐ AÐ GLEYMA ÞVÍ, DRAMATISKUR HUMOR, EINS OG LÍFIÐ SJÁLFT. LEIKRIT SEM KOM FRAM Á ÞVÍ HERRANS ÁRI 1976, ÞEGAR LANDINN VAR ALDEILIS AÐ BYRJA SÓLARFERÐIR SÍNAR. GUÐMUNDUR Á UNDAN SAMTÍÐ SINNI.  ÆTLA AÐ FARA NÚNA OG KÍKJA Á ÞESSA LEIKGERÐ, EKKI ÞÁ SÍST VEGNA ÞESS LEIKSTJÓRA SEM ÞARNA ER Á FERÐ.  SJÁUMST!!!!!!!!

HEILKENNIÐ FLUGFÝLA

   Er frekar leiðinlegt.  Kemur sérstaklega fyrir á leið heim.  Sleppur svona nokkurnveginn á útleið, vegna þeirrar tilhlökkunar yfir að fara aðeins úr landi.  Einkennin eru  áberandi, einstaklingur getur ílla leynt þeim þar sem útlit einstaklings er gríðarlega fýlulegt, það mikið að maður heldur að einstaklingurinn sé í sorg, eða hafi elst alveg ótrúlega hratt síðustu misseri.  Sjúklingurinn hefur allt á hornum sér í flugvélinni, hefur óvinveitta líkamstjáningu gagnvart starfsfólki vélar.  Finnst almennt starfsfólk koma með hallærislegar athugasemdir, og er viss um sjálfur að allt væri betra, ef hann stjórnaði þessu öllu saman sjálfur. Athugasemdir starfsfólks einsog ef spurt er um gæði krema,  "þetta hefur reynst henni ömmu minni vel" fara mjög illa í þessa sjúklinga, sem spyrja oft um hvernig langamma þeirra hafi það, ef sjúklingurinn er ílla haldinn. Sem betur fer tekst þessum sjúklingum að halda aftur af sér, umhverfisins vegna, og vegna þess að hann vill ekki komast á lista flugdólga.  Þessir sjúklingar hafa mikið á móti því að þakka starfsliðinu við landganginn eitthvað sérstaklega, þar sem þeir eru bara að vinna sína vinnu að þeirra mati.

   Þegar komið er á miðja vegu til Rvíkur, eftir Reykjanesbrautinni, réna einkennin talsvert þar sem sjúklingurinn notar þessa leið til að ergja  sig á ýmsu, t.d. bölvuðu myrkrinu, og menningarleysinu í frágangi Reykjanesbrautar, fyrir utan það að skammast sín fyrir að sætta sig við að keyra þessa braut í því ásigkomulagi sem hún er núna.

   Lækning er líklegast enginn, nema vera skyldi að stinga höfðinu í sandinn,  og snúa sér að almennum málum landans sem eru borgarstjórnarmálin. Það má alltaf halla sér að þeim greinilega. Síðan má með vorinu ergja sig á náunganum sem ekki gerir þetta og hitt, svo það er af nógu að taka.   Svo er bara það besta að leggja drög að næstu ferð, þar sem heimferð er ekkert verið að hugsa um í byrjun, enda tekur þetta fljótt af.


FERÐAFÉLAGAR

   Það var eiginlega með þónokkrum kvíða sem ég settist í sætið mitt í flugvélinni, lenti í miðsæti, sá mína sæng útbreidda, með yndislega tvo norðmenn mér til sitt hvorrar handar. Gat ekki séð hvernig ég átti að geta sofnað flugblundi, en sjúkk, voru ekki bara þessi álitlegu Íslendingar, sem ekki eru alltaf bestir að mínu mati, þarna voru komin stúlka annars vegar og piltur hins vegar. Jeminn hvað ég var fegin að þurfa ekki að spandera minni lélegu norsku, sem rétt  dugir til að biðja um bolla af kaffi, að ég tali nú ekki um þá næmni sem þarf til að skilja blessaða norskuna En þarna sá ég eins og skot að ég var afspyrnu heppin manneskja eftir törn mína í flughöfninni, hafandi verið gegnlýst vegna fljótandi vökva í formi Vanillusólu frá Freia í Norge. Fyrir utan auðvitað armböndin sem fylgja munu mér um aldur og æfi. Þetta voru skemmtilegir einstaklingar, sérstaklega miðað við það að þau voru íslensk, en þannig er mál með vexti að ég hefi alveg sérstakt dálæ´ti á Norðmönnum, og sérstaklega húmornum þeirra sem hentar mér mjög vel, léttur og átakalaus, betra að vera í formi til að geta haldið uppi samræðum þá..

   En semsagt flugið heim var enga stund að líða, og gaman að vera innan um þetta góða fólk sem ég var í dag, ég er þeim þakklát,´þar sem ég er ílla haldin að syndrominu "flugfýla", en einkennalaus var ég í dag.


ÓTRULEGT

Að það skuli vera hægt að senda tónlist til pólstjörnunnar, og akkurat þetta lag með Bítlunum skyldi verða fyrir valiinu.

Eru kannske Múmínálfarnir framtíðarveröld?????

Það skyldi þó ekki vera????

(Datt það bara svona rétt í hug, eins og annað spúkí)


´ÞORRASTAPPA

   Ég var soldið efins um að fuglarnir mínir myndu ekki þreyja kuldabolatíðina um dagana, þeir voru farnir að færa sig svo nálægt húsinu, leitandi á nýja staði, og kvaka svo nálægt gluggunum.Sjálf vorum við hjónin meðvitundarlaus í sólarhring vegna þorrapestar sem sækir á landann þessa dagana.  Með súrrandi svima og ógleði, kraflaði ég mig í gegnum skápa mína, til að finna eitthvað virkilega gómsætt, fyrir þessi húsdýr mín, þeir voru að vísu komnir eitthvert í var, en ég sauð stöppu. Stappan sú arna samanstendur af ýmsum óhollum sætindum, sem ég hefi ekkert með að gera fyrr en næstu Jól, og sem betra er nýtist strax og er ekki að flækjast fyrir mér þar til ónýtt er.     Uppskrift ef einhver vill

     Döðlur, sem eru þurrar af elli,     púðursykur sem er orðinn glerharður,

     Möndlur sem eru farnar að þrána,  Brauð sem gleymst hefur að borða.

     Öllu sullað saman, ásamt vatni, og hitað varlega saman, ekki sakar að setja Sirius suðusúkkulaði samanvið, ef frost er ógurlegt.    Síðan að skvetta í gusum út á stein.   Þetta er með eindæmum lystugt sýnist mér, og er barist um bitann, þó ekki sé meira sagt.  Hélt um tíma að ég væri eftilvill að steindrepa þá á þessu, en svo er ekki.   Að vísu fitna þrestirnir soldið á þessu, og gárungar fjölskyldunnar segja mér að þeir haldi ekki jafnvægi nema í styrkustu greinunum, en ég vil nú ekki trúa þeim ( Friðbirni og Hannesi), en eitt veit ég að fuglasöngurinn svíkur ekki að vori.........

   Á morgunn fer ég til Noregs að líta á mennsku smáfuglana mína þar, Selmu Ósk og Malínu Birnu, ennfremur að kíkja á krákurnar þar í garðinum sem mér finnst svo skemmtilegar..........


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband