29.12.2007 | 23:42
MINNISSTÆÐUSTU JÓLIN
Eru ekki að neinu leiti nostalgisk, en ég glopraði út úr mér 10 ára gömlu leyndarmáli, þar sem ég var búin að gleyma að það var leyndarmál, allavega var það fyrnt. Hannes sonur minn var að ná í mig í vinnuna kl. 20.00, á þeim hallærislegasta bíl sem við höfum nokkurn tíma átt við fjölskyldan. Bensínmælirinn var bilaður, og búinn að vera lengi. Maður þurfti að muna hvenær tankurinn var síðast fylltur. Margir gengu um þennan bíl, þannig að bókhald á bensíninu var algerlega úr lagi.
Hann kom áður en vakt lauk, suður á Hrafnistu í Hafnarfirði, yndislegt veður fyrr um daginn, og þegar komið var að garðabæ, túnahverfinu, erum við bensinlaus. Nú voru góð ráð dýr, ég alveg að fá kast, sem rétt slapp fyrir horn þar sem það var aðfangadagskvöld og enginn fær kast á því kvöldi, ekki einu sinni ég. Veðrið allt í einu snarvitlaust, blindbylur og tilheyrandi, fyrir utan að bíllinn var ekki einu sinni farinn að hitna, örugglega verið léleg miðstöð. Tek það fram að bíllinn var grár á litinn. Ég kem alltaf til með að minnast Hannesar fyrir snöggu úrræðin sín. Útur bílnum "ég redda þessu" segir drengurinn, ég úrræðalaus, og við það sat. "Ég fer bara inn í eitthvað hús", þar með rokinn. Kemur aftur með brúsa og bensín, eftir þónokkra stund. "Hvað gerðirðu drengur fórstu bara inní eitthvað hús og hvað sagði fólkið?" "Það var auðvitað að taka upp pakkana, ég bað manninn um að lána mér 500 kall fyrir bensíni og við værum bara að verða úti þarna á Hafnarfjarðarveginum, maðurinn vildi endilega lána mér 1000". Ef ég hefði sjálf ráðið, hefðum við verið þarna í marga klukkutíma þar sem ég hefði þurft að hugsa allt fram og til baka. Minnisstæðast var hvernig Hannes tók á hlutunum þá 21 árs, með frekar erfiða móður.
Leyndarmálið var upplýst á aðfangadagskvöld af mér, sem byrjaði að segja eins og gömlu fólki er tamt, "Ég gleymi aldrei osfrv." Ég sá að Hannes varð soldið skrýtinn, og Pabbi hans einnig. Við höfðum ákveðið að nefna þetta ekki þegar heim kom á sínum tíma. Daginn eftir fer Friðbjörn eitthvað að spekulera í hvernig standi á því að hann skuli ekkert muna eftir þessu kvöldi, urðum við þá að upplýsa hann um að honum hafi aldrei verið sagt frá þessari uppákomu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.12.2007 | 13:57
SJÁLFSTÆTT FÓLK HALLDÓRS Í PORTUGAL

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 02:06
GÓÐ AÐVENTA.
Með eindæmum góð aðventa, hellti mér í 50 bls af bókinni THE GODSPELL ACCORDING TO JESÚS CHRIST og er ánægð með það. Ég var á dögunum að lesa um Krumma í mínus sem Krist í Borgleikhúsi, mér skilst á þetta eigi að vera soldið leðrað, og treysti mér eiginlega mjög illa í að sjá þessa sýningu, er ennfremur hrædd við að það verði of metalrokkað, og það er einhvernveginn minn stíll núna. En allavega bíð ég með að fara á síðustu sýningar.
´Mér tókst að einangra mig frá árieiti útvarpsstöðva sem þreyttu mig. Mér tókst að láta ekki auglýsingarnar fara ekki í mínar innstu, Fór ekki að borða eitt einasta jólahlaðborð. Ég bakaði piparkökur með barnabörnum snemma. Átti Stollen frá þýzkalandi sem var hundvont að mínu mati en ekki fuglanna, fylltust þeir gífurlegri græðgi þegar þessum þýska snari kom, brenndar kökur fóru sömu leið við vinsældir. Ég sé ágætlega fram á að geta sent þessa brúnu lagköku út húsbónda mínum líkar ekki kremið, 'eg var heima og bakaði ágætlega, gaf gjafir ágætlega, fékk gesti til mín kærleikríka, og nutum við kærleiksríka samverustunda. Fékk eitt gott kvíðakast á aðfangadag, (það hlaut að koma að því líka), var á bömmer yfir hvernig mér tækist að steikja í ofninumm, sem tókst eftir lagfæringar dóttur minnar sem hafði kynnst ýmsu sín fyrstu búskaparár á Azoreyjum. Hún kom sem frelsandi engill. Svo ég sá ég engla í barnabörnunum mínum á aðfangadagskvöld, allir svo miklir englar í framkomu, að mér fannst ég alls ekki eiga það skilið. Vinkona mín kom með pottaleppa úr silicon akandi langa leið, þeir björguðu steikinni líka, hún er semsagt engill líka, og nú er bara að koma sér í englaskapið sem haldast skal út árið 2008,
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2007 | 01:42
OSCAR PETERSON LÁTINN.
![]() |
Oscar Peterson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 07:13
VIÐBURÐUR JÓLANÆTUR.
Í næturhúminu var erfitt að greina andlit mannanna fjögurra, og þegar myrkvaði varðð myrkrið og þeir eitt. Raddir þeirra heyrðust. Þeir töluðu til hans hver af öðrum.
"Ég mun færa þér mjólk úr sauðum mínum" mælti fyrsta rödd,
"Ég mun færa þér ost", og þriðja sagði
"Ég mun gefa þér brauð" sú rödd var dýpri en allt sem hann hafði heyrt.
Það var eins og sú rödd kæmi úr iðrum jarðar.
Sonur Maríu og Jóseps var fæddur, hann var eins og önnur börn nýborinn, þakinn blóði móður sinnar, þakinn fósturfitu, og þjáðist í þögn. Öskraði af því hann var látinn öskra. "HANN VAR VAFINN REYFUM OG LÁ Í JÖTU" ásamt ösnunum, en þeir voru bundnir fastir, svo þeir færu honum ekki að voða. Salómi var fyrir utan að ganga frá, hún sjálf þurfti að jafna sig eftir þennan viðburð, oft hafði hún tekið á móti barni, en aldrei eins og nú, það var sem hún hefði fætt sjálf, en hún hafði aldrei átt barn sjálf, það hafði hún aldrei reynt.
Þrír menn komu upp slakkann. Það voru hirðingjarnir, komu þeir samtímis inn í hellinn, María með lokuð augu í hvíld. Jósep situr á steini með olnbogann á jötunni og horfir hugfanginn á son sinn.
"Ég færi þér þessa mjólk, frá sauðum mínum, sem ég mjólkaði með mínum beru höndum"
María opnar augu sín við þessi orð brosandi.
"Ég sjálfur vann þennan ost úr mjólk sauða minna"
María kinkar kolli, hún vaknar almennilega, þegar hún sér þriðja hirðingjann, útgeislun hans fyllti hellinn, og voru foreldrarnir nú umvafinn ólýsanlegri tilfinningu, allt varð bjart.
"Ég bakaði þettaa brauð, VIÐ ELD ÚR IÐRUM JARÐAR"
Hann hafði ekki fyrr mælt en María þekkti þennan mann, þetta var maðurinn sem verndað hafði þau alla meðgöngu hennar, sýnin sem þau bæði sáu, dekkri og hærri en aðrir menn, betlarinn........
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 06:43
VIÐBURÐUR TÍMAMÓT
Það tók að rökkva, kvöldbirtan náði ekki að lýsa inn litla opið á hellinum. Ambáttin Salóme lýsti upp stallinn, með handfylli hálms, heitum kolum, blés hún lífi í hellinn, sem brátt lýsti sem morgunn. Olíulampann setti Salóme á syllu í hellinum, áður er hún gekk að brunni Salomons, til að sækja vatn, hagræddi hún Maríu.
Okkur leyfist ekki að gagnrýna Jósep núna, en hann var illa haldinn af áhyggjum, gat ekki meir vegna kvíða, feður eru oft þannig þegar að þessari stund er komið, hann gat í mesta lagi haldið í höndina á Maríu í þessari klípu, að honum fannst.
María var á aftur á móti ein, jafnvel þó haldið væri í hönd hennar. Salóme kom inn með vatnið, sagði nokkur hvatningarorð. Þau voru óteljandi börnin sem hún hafði tekið á móti í þennan heim, þjáning Maríu væri ekkert meiri en annara kvenna í sömu sporum, og eins og Guð hefði talað til Evu, eftir að hún syndgaði, og lagði á hana þjáningar, eins væri það með Maríu og aðrar konur. Jósep var horfinn, hann gat ekki horft upp á þetta alltsaman, stóð ekki einu sinni upp við dyrastafinn, flýði frekar en að hlusta á grát Maríu. En grátur hennar fylgdi honum þangað sem hann fór, og það var sem jörðin skelfdist.
Óp Maríu voru þvílík, að þau bárust til "þriggja hirðingja, sem gættu hjarðar sinnar út í haga" spurðu þeir Jósep, gáttaðir á hrópunum, "það er sem jörðin hrópi", Jósep upplýsti þá um viðburðinn í hellinum. "Þú ert greinilega nýgræðingur í þessum málum" varð þeimm að orði. "Já við komum frá Nazareth, hingað til Bethlehem til að láta skrásetja okkur" við rétt náðum hingað fyrir fæðinguna.´
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 11:16
LÍÐA TEKUR AÐ JÓLANÓTT.
Hann stokkroðnaði, hvað hann var skömmustulegur yfir að vera að æpa þetta útí himingeiminn um sín persónulegu vandamál eins og barneign konu sinnar, um ljósmóðurleysi og umhyggju. Ambátt stóð í dyrum húsráðenda sinna, sem hún tilkynnti ráðleysi þessa unga manns, hún sagði þeim að þau yrðu að leita annað, því miður því hjá þeim væri ekkert pláss, það væri allt yfirfullt af fólki, sem væri á leið í skrásetningu. Húsmóðirin bauð Jósep inn til að sjá þennan fjölda, sem væri yfirgengilegur. Allt var fullt af börnum, tengdabörnum og venslafólki í þessa blessuðu skrásetningu, sem enginn vissi afhverju, né til hvers. Húsmóðir þessi bauð þeim einn af sínum hellum, það væri mikið af þeim í landi þeirra. En Jósep vantaði ljósmóður, það væri aðalmálið, og aðeins smápláss, þau væru með sínar eigin mottur, svo það var einungis smágólfpláss, sem á vantaði. Ambáttin sagðist vera vön nærkona, hefði tekið á móti fjöldanum af börnum, og væri óhrædd við að aðstoða þau ef leyfi húsmóður fengist. Þær báðar voru miður sín yfir þessum grimmu tímum, að ekki væri hægt að skjóta skjólshúsi yfir konu í barnsnauð, og niðurlægjandi að bjóða konu að fæða í helli, eins og björnum og úlföldum, þær voru miður sín. Húsmóðirin horfði í andlit Maríu, og sorgin í andliti Maríu snart hana djúpt, hún vildi gera allt fyrir hana sem hún gæti, en lengra komst hún ekki í góðsemi sinni en að bjóða henni hellinn, sem ekki var í notkun núna, þar væru ekki skepnur í augnablikinu, hann væri þrifalegur, og hún gæti notað þarna lágan stall fyrir barnið. Það væri möguleiki á að gera þetta þægilegt, en ekki meira en það.
Það var tekið að kvölda, skýin dökknuðu og ambáttin Salóme, fylgdi þeim að hellinum. Salóme var með heit kol, það varð að halda eldinum, með leirpott til að sjóða vatnið, hún var með saltið sem skyldi notast á barnið nýfætt til að bægja frá sýklum. María var með föt og lín fyrir barnið og Jósep var með vasahníf til að skera á naflastrenginn, sem yrði notaður þeas ef Salóme samþykkti það, nærkonur notuðu oft tennurnar til þess verks.
Stallur getur verið jafngóður og vagga, sögðu María og Jósep, og sá sem er svefnlaus eftir eyðimerkurferð, er þakklátur fyrir hvað sem er. Asnarnir voru gráðugir í hálminn, voru matarlausir eftir auðnina sem að baki lá. Það var snemma nætur og morgunsólin gægðist fram við fjallstoppana. Þau hvíldust, María undirbjó sig andlega fyrir það sem fyrir lá. Ferðast á ösnum um grýtta jörð var þrekvirki, og eiginlega ógeranlegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 23:09
José Saramago
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 22:52
Í LOK AÐVENTU
Þau höfðu gengið í um klukkustund. Vegurinn var auður, fótatak þeirra bergmálaði í kyrrð næturinnar. Það var alger þögn. Þau áttu von á einhverri umferð af fólki, en það var ekki. Til hægri handar var grafhýsi Rakelar, en Jakob beið hennar í 14 ár, hún fæddi þeirra son, sem Jakob nefndi Benjamín, " son hægri handar minnar", en Rakel sjálf nefndi hann Benony, "Barn sorgar minnar" Guð gefi að það verði ekki örlög okkar.
Þau sjá nú húsin í Bethlehem hægt og hægt, sem eru leirlituð, eins og í Nasareth, en ljósari samt, eins og blanda af gulu og gráu. María er að gefast upp, hún slettist fram á söðulinn í hverju spori asnans. Jósep kemur henni til hjálpar, og hún leggst hálf yfir axlir hans. Það er sorglegt að enginn var vitni að þessu hjartnæma augnabliki. Þau eru loksins í Bethlehem.
Þrátt fyrir ásigkomulag Maríu, vill Jósep að þau reyni að komast í pláss hjá úlfaldalest, ef þau rekast á eina slíka, sem öruggt er, þau geti jafnvel hvílst þá til morguns. María er enn með talsverða verki, en engin merki um að fæðing sé að fara í gang. Þegar þau rekast á lest hægra megin í borginni, reynist sá flokkur, afar skítugur, ekkert rólegt afdrep, lest sem var sölumarkaður og dýrastallur í senn. Þau hurfu frá þessari ákvörðun. Jósep skildi Maríu eftir í skugga fíkjutrés, meðan hann fór á vit öldunganna til að sækja sér ráðleggingar, en fann ekki synagogu þarna, einungis umsjónarmann, sem var að siða til hrekkjalóma. Forlögin sem verndar oft hina saklausu, þegar þau muna eftir þeim þeas, beindu Jósep rétta leið sem var yfir torgið til konu sinnar sem var að yfirliði komin, fíkjutréð hafði ekki skýlt henni nóg fyrir sólinni. Mistök sem honum fannst vera ófyrirgefanleg, þau áttu betur að vita bæði allt um fíkjutrén í þessu landi. Þeim leið eins og fordæmdum, og reyndu enn að leita til öldunga. Það var ekki framkvæmanlegt. Jósep brotnaði niður, og missti hugrekkið og kallaði út í himinninn. "Í nafni Drottinns, er enginn hérna sem vill skjóta skjólshúsi yfir konu mína, sem er að fæðingu komin"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 17:57
AÐVENTA FRAMHALD.
Að öllum líkindum var það þannig á gullaldartímunum, þegar úlfurinn fæddi lambið á kryddjurtum í stað þess að éta það, en þetta var á járnöld, öld grimmdar og umhyggjuleysis. Tími kraftaverkanna ókominn, eða liðinn, fyrir utan það að kraftaverk, ekta kraftaverk, hvað sem fólk segir eru ekki besti kosturinn. Sérstaklega ekki ef tilgangurinn er að brjóta reglu sem nauðsynleg er, frekar en að sanna hana.
Ekki verður sagt um Jósep að hann sé ákafur í að horfast í augu við vandann sem bíður hans, en íhugar samt að hversu mikið verri kostur hefði verið ef barnið hans hefði fæðst, einhversstaðar í rennisteininum, hann leggur því hart að asnanum "Arma skepna gakktu hraðar"! Aðeins asninn veit hversu sárt það er. Ekki gætir Guð allra manna jafnvel, margir búa við sömu skilyrði og asninn, jafnvel verra og Guð hjálpar þeim ekki neitt.
Smáheppni varð Jósep fyrir, einn ferðafélagi hans sagði honum að úlfaldalest væri í Bethlehem þar sem hann gæti leitað aðstoðar hjá, en hann var ekki sáttur við það. Gat einhvernveginn ekki séð fyrir sér að kona hans fæddi innan um það sjúklega forvitna fólk, fyrir utan hvað það fólk talaði gróft mál, og væri subbulegt. Sumir höguðu sér ver en skækjur, nei hann vildi það ekki.
Eftir allar þessar vangaveltur tók hann á það ráð, að leita til sér eldri og reyndari manna í Synagogunni, eiginlega var hann steinhissa á að hafa ekki látið sér detta þetta fyrr í hug. Honum létti og var að þvi kominn að spyrja Maríu um líðan hennar, en snérist hugur. Jósep fer nú að hugsa um óhreinleika Maríu, frá getnaði og fram yfir fæðingu, "Ó Guð minn, hvernig geturðu látið þín saklausu börn fæðast í þennan óhreinleika, það hefði verið svo miklu betra fyrir þig, og okkur, ef þú hefðir skapað þau út frá hinu ljómandi ljósi, í gær, í dag og á morgunn, upphaf og endinn, eins fyrir alla, hvar sem þau hefðu verið í sveit sett."
Hann hættir þessum hugsunum, loksins og spyr Maríu um líðan hennar, sú spurning kom tímanlega, hún hafði tekið eftir breytingu á verkjunum, hún hafðið liðið fyrir verkina, en nú virtust þeir vera farnir að líða fyrir Maríu sjálfa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)