Það er heilmikið átak að rífa sig upp í að blogga aftur....................

   Það hefur verið endalust þref í dagblöðum og útvarpi, en sveimérþá, ef það hefur ekki borið á smá bjartsýni, og jafnvel sýn til framtíðar.  Og það sem maður er búin að spara, svo mikið að mér hefur fundist nóg um, þetta er svo innilega leiðinlegt, og hefur mér oft verið hugsað aftur til ársins 2007, hvað allt var auðvelt.  Plastkortið var hægt að mjólka út í það óendanlega, og alltaf samþykkti bankinn.   Jú það var margt sérstakt við árið 2007, og svo vill til að ég keypti hluti, sem ég hefði engan veginn tímt að kaupa í dag, og Guði sé lof að ég gat leyft mér þetta, ég á þetta allavega og nýt þess, að vísu með smásektarkennd yfir djörfung minni.

   Allt er auðvitað stopp, hvað varðar fasteignasölu og kaup, og undrar engan, allt er í bið, eins og gefur að skilja.  En einhvernveginn veit maður að þetta leysist, og bjartsýn i á framtíð verður að aukast hjá okkur öllum, það er ekki nógu gott að vera með eilífa nánasarhegðun, og engum til góðs, eitthvað má á milli vera, í peningalegu hegðuninni. Leysist, þar sem engin sættir sig við svona krisu, og engin sættir sig þá spillingu sem verið hefur og ég vil trúa því, að þetta hafi eflt landann, sem sé orðinn meðvitaður um gildi lífsmynsturs.

   Eitthvað kannast ég við sparsemishugsun mína, einhverntíma hef ég upplifað þetta áður, og einhvertíma hefur þetta tekið sér bólstað í huga mínum, svo það var ekkert erfitt að fara í þetta far. Ég var meira að segja farin að hugsa um að hvetja alla til að fara fram á skömmtunarseðla fyrir hvern og einn, minnug skömmtunarseðlanna í den.  Mér er það minnisstætt. 

   Man þegar ég fór út í mjólkurbúð fyrir mömmu, með skömmtunarseðilinn i buddunni.  

   Man þegar ég fór  til Sigurjóns kaupmanns á Njálsgötuhorninu með skömmtunarseðilinn í buddunni og keypti flís af smjöri.

   Man þegar mamma vaknaði fyrir allar aldir, til að standa í biðröð fyrir utan Soffíubúð, til þess eins að kaupa Bomsur á hana Sólveigu.   Það var mikið sem hún mamma mín lagði á sig.

   Við áttum það sameiginlegt að reyna redda hlutunum, ég að sendast og hún að sjá út hvað væri hagstætt og hvenær. Þetta voru okkar verk. Pabbi sá um að afla.

   Þetta var góður tími, og ævinlega gott veður í minningunni, en ekki vil ég óska börnum mínum eða barnabörnum þess að neyðast til að hafa það að meginstefnu, að hafa í sig og á.

   Það er eitthvað sem var, og má ekki endurtaka sig. En því miður hafa mjög margir þurft að hugsa næstum einvörðungu um að hafa í sig og á, undanfarið.

   Ég vil endilega horfa til betri tíma.  Fórnir hafa verið færðar, alltof miklar.  Græðgin verður alltaf til staðar, hún er meira að segja áberandi enn, bara í öðrum mæli.   Margir ætla einfaldlega að græða á kreppunni, og það stíft.

   En lífið er bara svona, gengur upp og niður, en ég vil ekki segja að þetta hafi verið nauðsynlegt fyrir okkur, eins og stundum er sagt. Og að Íslendingar hafi þurft að læra sparsemi, fyrr má nú vera skólinn, og það er ekki rétt að segja svona við okkar unga fólk, sem var að gera sitt bezta.

   Þetta er allt að lagast..........................


Það er slæmt að......................

Íslenindagr hlustuðu ekki á hana Hulduhún var líklegast með það bezta plan sem við hefðum getað notað og sem best hefði verið fyrir okkur öll . Ég las greinar við  hana og um hana í Norsku fagblöðunum og var ánægð með.   En við gátum auðvitað ekki notað þarna konu, og allsekki hjúkrunarfræðing, sem segir upp stöðu sinni í Norge, þykir góð þar, og svo?...............Neineinei, hún gerir þetta ekki eins og við viljum gera, við viljum skipa þarna karlmann, sem gerir svona flest eins og við vljum og svo kusum við Ögmund sem ráðherra í þettaembætti.   Ögmundur er finn maður, og  nauðsynlegur innan íslenskrar pólitíkur. En hvernig væri nú að hlutsa a átætlun Huldu. hverng væri nú að gera Huldu að heilbrigðisráðherra, Já segi ég bara og ég vil þessa áætlun huldu nú upp a borðið skilmerkilega til að hún skiljist til okkar allra. Hulda þarf allavega ekki að dröslast með þennan pólitíska vagn í farteski sínu, sem allr hugsjónir eru að kæfa.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband