6.1.2009 | 14:35
KJÖTBORGIR OG KIDDABÚÐIR...................
Voru auðvitað úti um allt land, og öll hverfi þessarar borgar, en mér finnst einhvernveginn í minningunni að engin búð gæti toppað mína Kiddabúð.
Faðir minn, sem var naumhyggjumaður, vildi endilega að mamma verslaði í KRON, sem sett var upp á Grettisgötunni, og við trítluðum þangað báðar, af alkunnri skyldurækni beggja, Kron átti að bjarga lífi hvers manns, KRON bauð semsagt betur, eins og við höfum margoft heyrt hér undanfarin 10 ár, eitthvað sem heitir núna Bónus býður betur., sem er svona auðhringur eins og KRON var, og byggist á misskilningi. En það er önnur saga, KRON var alveg sérstaklega kuldaleg búð, afgreiðslukonurnar þar, "blessuð sé minnning þeirra" voru afskaplega kuldalegar og allt var gífurlega erfitt, og alvarlegt.
Steini í Kiddabúð Njálsgötunnar var aldrei kuldalegur, það var aldrei neitt erfitt, og það var ekki að bera utan á sér alvarleikann, en gífurlega gott að eiga hann að þegar syrti.
Enda var Þórsteinn austfirðingur......
Í Félagsmiðstöðinni minni, var stoppað lengi, þó ekki væri ég mikið að versla, stundum var ég bara að kaupa 3 sígarettur fyrir mömmu, mig minnir að hún hafi þá reykt tegundina CONWOY, sem sagt, ég þurfti ekki að nefna þetta við Steina, hann setti bara 3 Conwoy í bréfpoka, og forvitnin fékk mig til að stansa lengur en þurfti, það voru sumir að drekka kók og fá sér conwoy, en það mátti nefnilega reykja soldið í þessum búðum, og rann þá mikil speki frá heimsóknarfólki. Þessir áhugaverðu einstaklingar voru "aðkomufólk", eins og sagt er úti á landi, og voru þá að koma úr Menningarhúsinu Sundhöll Reykjavíkur. Það var réttur nokkurra einstaklinga að fá að kveikja sér í. Það mátti ekki einu sinni reykja í hurðinni hjá KRON, og það var ekkert rabbað, bara sagt "Ég ætla að fá eitt stykki smjörlíki, takk"..... Ósköp litlaust.
Við hornið stoppaði aðalstrætóleið bæjarins, NJÁLSGATA GUNNARSBRAUT, sem rann þarna fram hjá á 10 mínútna fresti, svo það var yfirleitt í lagi að missa af einni og einni bunu, það var svo stutt í næstu.
Þetta var fanta bifreið, með leðursófum, og hossaðist mikið, þurfti maður að ríghalda sér í þegar beygt var inná Gunnarsbraut. Leðursófarnir forljótir, og óttalegt óloft í þessum vögnum.
Byrokratiið í Rvík, notaði þessa vagna, til að komast í og úr mat, m.a. í hádeginu,lúxuslíf man ég, þegar ég minnist unglingsára..................................
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.1.2009 | 18:54
KJÖTBORG..........................KIDDABÚÐ. STEINI Í KIDDABÚÐ.....
Það eru dýrmætar minningarnar sem ég á frá Kiddabúðarhorninu, á horni Njálsgötu og Barónsstígs. Þessar búðir eru mjög líkar, nema Kjötborgin er stærri en Kiddabúð var. Kaupmaðurinn minn hann Þórsteinn, sem var aldrei nefndur annað en Steini, var aðalmaður hverfisins, og þá ekki einungis fyrir Krumma lakkrísinn sem hann gaukaði yfir sitt búðarborð, heldur fyrir alveg einstaka hæfileika sína í umgengni við annað fólk, og þá af öllum stéttum. Sem barn skynjaði ég þegar fyrirfólk eins og forsetar, og biskupar voru í heimsókn í búðinni hans, ég fann það í loftinu, og gætti þess að vera prúð, til að trufla ekki Steina minn. Þetta kenndi mér, finnst mér í dag, því hann hafði þetta lag á að skjalla aldrei fólk, smjaðra ekki, og var aldrei með neina tilgerð.
Það var allt til í þessari búð, held ég. Allar hillur fullar, held ég. Allt fullt af lakkrís, held ég. Allt fullt af appelsínum, minnir mig, þegar þær fóru að sjást.
Steini kunni að hneigja sig.
Steini hneigði sig fyrir forsetanum, og Kjarval, sem kom iðulega, enda bjó hann um tíma á næstu hæð fyrir ofan.
Og Kjarval fékk sér í pípu. Það var alltaf svo einkennilega góð lyktin af þessum pípum hans Kjarvals, fyrir utan það hvað hann var skemmtilegur fannst mér.
Kjarval og Steini vissu hvernig átti að tala saman, voru ekki vandræðum með það blessaðir. Steini vissi þetta upp á hár. Steini kunni þetta, það var ég viss um.
Kiddabúð var félagsmiðstöð gamla austurbæjarins, útlánabanki, Steini var svo oft að skrifa í einhverja blokk, og það voru margar konur sem komu. Alltaf var Steini minn jafnkurteis, og hneigði sig þegar konurnar fóru útur búðinni, og svo sem líka mennirnir þó stundum maður rækist á svokallaða róna, það var alveg sama, Steini sýndi þeim gífurlega virðingu og hneigði sig, og þeir urðu menn með mönnum, eins og ég varð manneskja með manneskjum, þó nef mitt næði rétt upp undir lakkrísbúðarborðið.
Það var enginn stéttaskipting í Kiddabúð, né aldurs- eða kynskipting í þeirri félagsmiðstöð, sama þjónusta alltaf.
Því var það þegar ég kom fyrst í Kjötborg, fannst mér ég vera komin í Kiddabúð Njálsgötunnar, og ætla ég að skoða þá kvikmynd sem fyrst. Ég var svo þakklát forsjóninni fyrir, að hafa kynnt mig fyrir Steina í Kiddabúð, sem hefur gefið mér margar góðar minningar, og vináttu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2009 | 23:34
BLOGG EYÞÓRS ÁRNASONAR FRÁ Í DAG KL.3.33
Þetta verða allir að lesa, sem áhuga hafa á málum okkar Reykvíkinga í dag. Og hversu sterk okkar tunga er þegar henni er beitt eins og Eyþór gerir í dag. Þessi andlitslausi hópur í dag sýndi akkurat þá ruddamennsku, sem fyrirkvíðanleg var, og myndast í minnsta öfgahópnum,
Eyþór hefur fengið 5000 flettingar í dag. Vonandi verður þetta birt í blöðum okkar, sett upp á heilsíðu, ásamt skrifum Eiríks Guðmundssonar bókmenntafræðings, úr Fréttablaðinu í dag, þá á hina síðuna, svo úr yrði opna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 00:06
AÐ VERA HYSKI.....
Ég veit bara ekkert hvað það er, ég verð að segja eins og er, og er alveg hissa á Páli Baldvini að nefna biskupinn minn Karl Sigurbjðrnsson í tengslum við þetta orð, "hann og hans hyski" eða einhvernveginn þannig, ég tek bara ekki í mál að minn biskup sé subbaður svona niður í ég veit ekki hvert.
Semsagt, ég undirrituð er hans hyski, og er bara frekar ánægð með það', en ég tek bara ekki í mál að það sé talað svona niður til mín fyrir að vera hyski Karls Sigurbjörnssonar. En auðvitað verð ég að sætta mig við þetta sem og hver annar sem hefur tekið afstöðu í svona málum eins og hvað er að vera í þjóðkirkju og hvað ekki, og hvað er að segja "Já" og hvað ekki.
Eiginlega er þetta frekar flott orð, hyski, ég held að það sé varla til í öðrum tungumálum, enda dregið af húsi, húsfólki, vinnuhjúum,og þessháttar hyski. En þegar ég hugsa dýpra er eg mjög ánægð með að falla í þenna hóp, ég kem til með að vitna til þess´í tíma og ótíma.
En ég verð að andmæla því að Páll Baldvin geti tekið sér hin og þessi orð í munn með hinum og þessum hætti, við hina og þessa viðburði, hér og þarÁn nokkura raka, eða útskýringa
Páll Baldvin!!!!!!!! Vertu bara kyrr í Kiljunni, og ekkert að vera að rífa kjaft utan þess þáttar, þeas í Blöðunum, ég kem þessum skilaboðum til þín frá fleirum en mér. Kveðja..................................SH.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)