Nú skal kennsluborðum velt.........

   Það er mikið að einhver þingmaður þorir að nota mannamál í sambandi við kristinfræðsluna í skólunum, ég hefi aldrei orðið vör við kristniboð í skólum. Kristinfræðsla hefur verið í algeru lágmarki. Það eru 90% þjóðarinn Kristnir, ég veit ekki hversu margir eru skírðir. Ég skil ekki samhengið í þessum skoðunum að kristinfræði sé trúboð. Hefi eins og ég sagði ALDREI ORÐIÐ VÖR VIÐ ÞAÐ. Dótturdóttir mín 11 ára var að lesa trúarbragðafræði í skólanum sínum, og það var farið mjög ítarlega í Búddhatrú, og mjög torskilin orð notuð þar. Ég þurfti að hugsa aðeins til að útskýra þau. Eins skil ég ekki að ef við erum skírð, fermd, göngum til kirkju, ofl. hvaða skömm er eiginlega að því að læra kristinfræði.   Gott hjá þér Guðni!!!!!!
mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ef 90% þjóðarinnar eru kristin, af hverju geta þá kristnir foreldrar ekki sjálfir séð um að uppfræða börn sín um ágæti kristinnianr trúar - telji þeir mikilvægt að börnin aðhyllist hana.

Það er síðan annað mál að þetta með 90% er þvæla - það er ekki sama að vera kristinn og að vera skráður í þjóðkirkjuna.

Þetta er allt á réttri leið að mati Púkans...burt...burt...burt... 

Púkinn, 12.12.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er vandlifað í þessum heimi,svo skrítið er það að þeir sem eru í minnihluta hópi eins og trúleysingjar vilja að við hin breytum eftir þeirra reglum,þeir virðast ekki skilja að við sem erum kristinn, erum í meirihluta eins og þú segir 90 % þjóðarinnar .Trúleysingjar ættu að að búa á eyðieyju,þá væru þeir kannski ánægðir.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Ég er sammála, en það er bara í tísku núna að vera með yfirlýsingar, að ryðja gömlum gildum úr vegi og gera við það sem er ekki bilað.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 12.12.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vil spyrja Púkann,af hverju geta trúleysingjar ekki uppfrætt börnin sín sjálf um ágæti heiðninnar?

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:57

5 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Takk fyrir viðbrögðin.   Ef þetta væri stórt baráttumál hjá mér, hefði ég byrjað að berjast fyrir löngu.  Ég skil bara ekki þetta ergelsi og þessa heift.  En það er svo sem ekki nýtt á nálinni í heiminum.  Það verður spennandi að fylgjast með hvernig tekið verður á þessu af þingmönnum.

Sólveig Hannesdóttir, 12.12.2007 kl. 17:02

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það kom fram í könnun sem Þjóðkirkjan lét framkvæma að einungis 52% þjóðarinnar (skekkjumörk meiri en 2%!) sögðust vera trúuð og kristin.

Aðeins 43% sögðu að Jesús væri frelsari og sonur guðs, en samkvæmt kirkjunnar mönnum er afstaðan til Jesú mikilvægasti þátturinn þegar spurt er hvort fólk sé kristið eða ekki.

Sem sagt, það er út í hött að halda því fram að 90% þjóðarinnar sé kristinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.12.2007 kl. 17:07

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll Hjalti Rúnar. Ég veit af þessari könnun, og lít ekki á hana sem svar við kristni, þannig lagað, en það sem ég er að meina er að 90% þjóðarinnar hafa tekið skírn, en ég veit ekki með fermingarnar, það væri fróðlegt að vita það. Ég vil halda því fram að einhver skilaboð í þessum málum eru tvískinnungsleg, ef ég get gert mig skiljanlega.

Sólveig Hannesdóttir, 12.12.2007 kl. 18:30

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt í lagi Sólveig, þú telur sem sagt svör fullirðins fólks við spurningum um trú þeirra ekki að marka, en tekur mikið mark á því að þegar fólkið var ómálga þá var því dýft í vatn af presti. Auðvitað er það miklu marktækara.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.12.2007 kl. 18:40

9 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Nei Hjalti það geri ég alls ekki, ég tek mjög mikið mark á fólki, fólk er aðaláhugamál mitt í lífinu.  En ef við einnig erum fermd, hvað þá? Er ekki einhver tvískinnungur í þessu.

   Svo er aftur spurningin, hvað er að vera trúaður? Hvar er ramminn? Ertu trúaður svona ca 7.5, á skalanum 1-10, eða ertu undir núlli. Ég held að þessi skali hafi ekki verið notaður í rannsókninni.  Gaman að heyra frá þér.

Sólveig Hannesdóttir, 12.12.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband